Sköpum þægilega stemmingu…

…ég hef alltaf gaman að því að týna saman fallega hluti og sjá fyrir mér rými. Það eru nefnilega í raun alltaf nokkrir hlutir sem er hægt að nota til þess að skapa stemmingu, nánast sama hvaða pláss er um að ræða.

Það sem skiptir máli er: motta, púðar og bara almennt textíll. Falleg ljós, það skiptir miklu máli að vera með lampa og annað sem skapa notalega birtu. Falleg hliðarborð eru alltaf kjörin til þess að setja við hliðina á sófum, stólum og bara í skot sem annars stæðu auð – ofan á þau koma síðan vasar eða blóm, eða bara hvað sem þér finnst fallegt.

Skoðum saman nokkra hluti úr RúmfóÉg er í samstarfi við Rúmfatalagerinn en allar vörur eru valdar af mér sjálfri, og pósturinn er unninn að mínu frumkvæði.

…það er svo fallegt að nota græna litinn á þessum árstíma, sérstaklega þar sem okkur bráðvantar að sjá eitthvað grænt og fallegt út um gluggana. Hér eru fallegir kaffibollar og annað sem er kjörið fyrir kaffi-/kakóbollann!

Ingvart skálar og bollar – smella hér!

…og ef maður er komin með heitan drykk í hendurnar, þá er eins gott að tylla sér bara í huggulegan stól. Þessi hérna er einstaklega fallegur á litinn, ekki sammála?

Hundested hægindastóll – smella hér!

…þegar maður situr í þægilegum stól, og með bollann í hendinni, þá er möst að geta lagt þetta frá sér ekki satt! Hér eru tvö hliðarborð sem væri fullkomin við hliðina, og svo eru þetta bara borð sem maður getur stungið nánast hvar sem er: náttborð, blómaborð, inni í eldhúsið!

Sortebro hjólaborð – smella hér!
Bankehuse hliðarborð – smella hér!

…fallegir púðar er alltaf nauðsynlegir, og þessir hérna hafa verið uppáhalds í lengri tíma. Svo fallegir og passa nánast við hvað sem er…

Skrautpúðar – smella hér!

…svo eru það alltaf þessi smáatriði – teppi og bakkar og annað slíkt, það eru hlutirnir sem geta fært rýmið á næsta plan. Ég á sjálf þessa tvo hluti og þeir eru í miklu uppáhaldi, teppið er eitthvað mest kózý teppi sem ég hef átt og þessi bakki, hann er með svo fallegum smáatriðum og orðum það bara einfaldlega svona – hann lýtur út fyrir að eiga að kosta mikið meira en hann gerir…

Græn ábreiða – smella hér!
Gylltur bakki – smella hér!

…fyrir þá sem eru með frekar einföld rými og vilja ekki vera með of áberandi mottu, en samt frá mottu sem gefur hellings karakter, þá er það þessi. Hún er svo töff og áferðin á henni er alveg hreint að gera ótrúlega mikið fyrir hvaða pláss sem er…

Vandmynte motta 140×200 – smella hér!

…Taks skinnin eru síðan fyrirtak til þess að skella í hvaða stól, bekk eða bara rúmið, svona til þess að gera extra kózý á vetrarkvöldum – þetta hér er nýji brúni liturinn…

Taks skinn – smella hér!

…svo þarf auðvitað vasa fyrir blómin eða stráin…

Smella hér fyrir vasa!

Smella hér fyrir skrautplöntur!

…þessir pottar eru svo fallegir, sérstaklega með þessum leðurdetail-um…

Oddvar blómapottar – smella hér!

…bastkörfur eru alls staðar heimilisprýði, til þess að skella teppum ofan í, púðum, böngsum eða bara prjónadótinu…

Bastvörur – smella hér!

…falleg rúmföt eru alltaf einföld leið til þess að poppa upp svefnherbergið, hér eru nokkur falleg…

Smellla hér til þess að skoða rúmföt!

…alltaf gaman þegar það koma nýjar og fallegar vegghillur og þessar, þær eru æði!

Assens vegghillur – smella hér!

…sjáið bara hérna hvað hún er falleg í eldhúsi! Þessi mynd er líka bara fullkomin endir á þessum pósti – sjáið bara hvað þetta er fallegt ♥

Mynd frá Rúmfatalagerinn

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *