Páska- eða vorborð…

…það er alltaf gaman þegar það fer að vora og allt verður bjartara, léttara og ný árstíð er að taka við. Nú þegar að hún virðist ekki láta á sér kræla, svona hitatölulega séð – þá er ágætt að útbúa bara vorið hérna inni við. Ég ákvað að týna saman vörur úr Rúmfó og setja saman fyrir ykkur vorborð, nú og ef við bætum litlum eggjum við – þá gæti þetta vel verið páskaborð bara…

#samstarf

…ég týndi til eitt og annað úr skápunum hérna heima, en allt sem þið sjáið er enn til í verslununum. Mér finnst svo fallegt að vera með svona ljósan/neautral grunn og nota síðan milda fallega litatóna með. En sjálf færi ég aldrei í skærgulan eða svona sterka liti. Pastel um páska er mitt mottó…

…og þó ég segi sjálf frá, þá finnst mér útkoman ææææææði…

…dúkurinn er einfaldlega þunngardína, úr hörefni, sem kemur svo fallega út. Svo er ég með diskamotturnar sem eru svona skemmtilega rustic og tauservétturnar eru alveg í stíl við dúkinn…

…og þegar grunnurinn er kominn, þá er bara hægt að leika sér með diska og skálar með – allt svona eftir hvað á að vera boðið upp á…

…þessir ljósu matardiskar eru svo fallegir að mínu mati, en svo er það einmitt svo vorlegt að nota beislituðu blómadiskana með, svo ekki sé minnst á þessar fallegu blómaskálar…

…þær komu mér eiginlega á óvart, en þetta var svona dæmi um hlut sem var að verða fallegri og fallegri í hvert sinn sem ég leit á hann 🙂

…mér finnst líka alltaf fallegt að vera með tauservétturnar með – en þær gera eitthvað svo mikla stemmingu…

…svo fannst mér þessir tveir vasar saman eitthvað ferlega skemmtilegir. Í báðum eru einmitt skrautblóm sem duga að eilífu amen…

…og skálin er fyllt með litlum skrautblómum, og takið eftir hvað kertin eru í alveg sama lit…

…lítil kertaglös í grænu og bleiku gefa síðan fallega liti, og svo sjáið þið orange tónana á bakvið – í skálinni, glasinu og diskinum á fæti…

…og svo bara einfaldlega með því að dreifa litlum páskaeggjum á borðið ertu búin að breyta yfir í páskastemmingu, plús þau eru alveg gómsæt…

…þessi kertastjaki er nýr og alveg sérlega fallegur, og ég setti annan eins ofan í diskinn á fæti – skemmtilegt t.d. á fermingarborð…

…aftur mjög einfalt en fallegt og svo má setja lifandi, nú eða skrautblóm með…

…stjakinn er ekki bara hreinn kremaður, heldur með svona örfínum doppum á – sem smellpassa einmitt við eggin sem ég notaði…

…svo voru þessar skálar til, ekki alveg í stíl við matardiskana en passa alveg með þeim…

…og mér finnst þær svo flottar fyrir pastarétti eða salöt, þessi litur sem læðist niður af brúninni gerir svo mikið…

…svo fallegt og rustic, en einfalt á sama tíma…

…svo er alltaf sniðugt að skella smá svona grænu með, hvort sem það er ekta eða skraut…

…hér eru síðan hlutirnir sem ég nota –
þið getið smella á hlutinn til þess að skoða hann á heimasíðu Rúmfó:

Hnífapör
Kertaglös
Skál á fæti
Skrautblóm

Diskur á fæti
Diskamotta
Glös

Tauservétta
Vasi hvítur
Skrautblóm
Matarstell

Vasi röndóttur
Skál með rönd
Gardína
Blómaskál
Kertastjaki
Blómadiskur

…þrátt fyrir að ég noti tauservéttur, þá eru líka til pappírservéttur, og líka kaffikrúsir og annað í þessu blómamynstri…

…eins verð ég að minnast á hvað glösin voru að koma mér á óvart, svo falleg með þessu fallega orange tóni í skálunum, og takið eftir að blómin í vasanum eru í stíl…

…ég set líka inn myndbönd á Instagram í dag ef þið viljið skoða og eins og alltaf þá vona ég að þið hafið haft gaman að, og þetta gefi ykkur einhverjar skemmtilegar hugmyndir! Eigið yndislega helgi ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *