Magnolia jól 2021…

…ég get nú ekki látið desember koma og fara án þess að deila með ykkur myndum af jólunum hjá Magnolia.com og Joanna Gaines, það er bara orðið föst hefð fyrir því. Það er einhver nostalgía og einfaldleiki í þessu öllu sem mér líkar svo vel…

…sko, það er ekki bara ég með bjöllurnar á heilanum – og sokkana…

…þessir grænu kransar eru svo fallegir, og mér finnst þessi motta undir trénu æðisleg…

…svo endalaust fallegir…

…þetta er í raun allt frekar látlaust, jafnvel svona “sveitó”fílingur…

…greni og kertastjakar – lofit…

…enn einn kransinn – og aftur bjalla – það er í raun svo margt sem er líka bara eins og ég er búin að gera hérna heima áður…

…fjórar fallegar en ólíkar leiðir til þess að skreyta arna…

…dásamlegar bjöllur í glugga…

…sjáið bara hvað það þarf lítið, falleg burstatré og kertaljós…

…þessi eru einstaklega falleg…

…og dásamlegu húsin, þessi eru hreint ómótstæðileg…

…jólasokkar í massavís…

…nú ætla ég bara að halda áfram að láta mig dreyma um daginn sem ég kíki í heimsókn til Waco – njótið dagsins!

All photos and copywright via Magnoliamarket!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *