Natur jólaborð…

…ég veit ekki með ykkur en ég elska að leggja á borð og gera fallega stemmingu, sérstaklega fyrir jólin. Mér finnst svo gaman að raða saman og finna hluti sem ýta yndir fegurð hvers annars. Ég ætla að sýna ykkur jólaborð í póstinum í dag sem ég gæti eiginlega ekki verið ánægðari með. Þetta er allt í svona frekar hlutlausum tónum, natur og ögn af glamúr – allt sem mér líkar svo vel. Hlutirnir í póstinum eru allir frá Húsgagnahöllinni, en eins og alltaf þá er allt valið af mér…

Pósturinn er unninn í samvinnu við Húsgagnahöllina, en allt sem er sýnt hér er valið af mér og eftir mínum smekk alfarið – eins og alltaf!

…ég valdi fallega Cream stellið frá Bitz til þess að setja á borðið að þessu sinni, og með því ákvað ég að blanda brúnu Kastelhelmi diskum, skálum og glösum frá Iittala. Svo fallegt saman…

…á borðið setti ég dásamlegan hördúk frá Broste og diskamottur frá sama merki, þannig að mér finnst þetta vera svo falleg blanda af fínlegum og svona grófara saman…

…með þessu setti ég síðan Thule glösin ásamt Kastehelmi glasinu, en mér finnst svo skemmtilegt að blanda svona saman…

…ég vildi auðvitað fá meira gærnt inn á borðið og mér fannst það alveg kjörið í servéttuhringjum. En ég tók bara eina grein af Thuju og vafði og bjó til hring – þannig fékk ég svona mini-krans til þess einfaldlega að stinga servéttunum innan í…

…svo er líka fallegt að stinga t.d. smá brúðarslöri með, nú eða gylltri grein, eða bara hvað sem ykkur langar að hafa með…

…ég setti til skiptis servétturnar á diskana eða við hliðina á þeim – bæði var fallegt…

…en við þurfum líka borðskreytingu, og ég setti fallegt trébretti á mitt borðið. Thujugreinar og snjór komu svo með instant jólastemmingu…

…á trébrettinu standa síðan tveir Iittala kertastjakar og ég er að elska þá svona saman. Í stað þess að setja 8 kerti í, þá útbjó ég litlar blómaskreytingar og setti á tvo stjakana. Auk þess gerði ég eina mini í Thule-glas, þannig að við erum með þrjár litlar skreytingar…

…það er líka mjög fallegt að bleyta aðeins rósirnar og setja oggu dass af glimmeri yfir þær, svona til hátíðabrigða…

…fyrst ég var komin með rósir í skreytingarnar, þá notaði ég líka gervirósir með klemmu í ljósið fyrir ofan…

…litlu Iittala kertastjakarnir eru til margs nytsamlegir annars en að kveikja í kertum í þeim, hérna notaði ég þá t.d. undir hyasintur, setti smá mosa með og smávegis brúðarslör…

…séð yfir borðið…

…þar sem ég er “bara” með sex kerti í stjökunum þá þurfti ég að sjálfsögðu að bæta aðeins við, og þessi jólatréskertastjakar heilluðu mig alveg. Það er eitthvað retró við þá…

…og með setti ég líka eitt svona fallegt hvítt jólatré, svona til þess að tengja við litinn á stellinu og á kertastjökunum, og smá jólakúlur – auðvitað…

…sjálfri finnst mér skemmtilegast að vera með matinn á eyjunni, og leggja áherslur á að hafa borðið fallegt og hátíðlegt…

…það er stemmingin sem verður til…

…svo ef þið eruð eins og ég, þá þurfið þið ykkar konfekt og svona á jólum, og þó að kassarnir séu fallegir – þá er það kannski svoldið mikið að skella þeim svona á matarborðið – ekki dæma, manni getur vantað súkkulaðið á milli rétta 🙂

…þannig að mér fannst það koma fallega út að skella bara molunum í eitt glasið, og þá erum við komin með svona smá skraut og líka eitthvað jömmí að gæða sér á…

…og já, ég verð að benda ykkur á fremsta glasið – en þetta er kampavínsglasið í Thule-línunni, svo fallegt…

…ég held að ég sé búin að telja upp það helsta og fara yfir borðið…

Listi yfir það sem notað er:

…ég vona að þetta hafi gefið ykkur alls konar hugmyndir og innblástur, og óska ykkur yndislegrar helgar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *