Myrkstore – afsláttarkóði…

…ég hef áður sagt ykkur frá fallegu Myrkstore.is sem er í eigu hennar yndislegu Tönju Maren. Myrkstore er með alveg einstaklega fallegar vörur og hún Tanja bauð mér upp á afsláttarkóða fyrir ykkur og ég þáði það að sjálfsögðu með þökkum – þannig að í lok póstins er afsláttarkóðinn fyrir ykkur, sem er sérlega glæsilegur 25% afsláttur og gildir til 10.nóv – en fyrst, þá langar mig að sýna ykkur nokkrar af dásamlegu vörunum sem í boði eru…

Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Myrkstore.is

#samstarf

…fyrstan ætla ég að sýna ykkur Ovansjö vasann í gráu, en hann er alveg einstaklega flottur. Þetta eru svona hin fullkomna stærð fyrir rósir og hærri vendi, og ennþá flottari fyrir strá og annað slíkt. Þessi blóm sem eru í honum núna heita Brúðarkolla (ornithogalum arabicum) og er í miklu upphaldi hjá mér. En slík blóm voru m.a. í brúðarvendinum mínum…

Smella fyrir Ovansjö vasann, sem kemur í þremur litum!

…litli hvíti Lunden vasinn er líka æðilegur en hann er nánast eins og skúlptur. Svo falleg mött áferð á honum og hann kemur líka í fleiri litum.

Smella fyrir Lunden í þremur litum!

…ég er síðan auðvitað með kertastjaka á heilanum og mér er búið að laga svo mikið í Tristy stjakann síðan ég sá hann fyrst. Hann er svo svakalega fallegur, gylltur en samt svona skemmtilega grófur. Algjört bjútí bara! Myndi segja að þessi væri fullkomin í jólapakka.

Smella fyrir Tristy stjakann!

Annar dásamlegur stjaki, svo einfaldur en töff er Bosebo stjakinn. Hann er hentar bæði fyrir sprittkerti og þessi venjulegu, sem gerir hann einstaklega fjölhæfan í kertastjakalandi.

Smella fyrir Bosebo-stjaka!

Ég var síðan búin að sýna ykkur dásamlegu  Nabbo-skálin – smella hér!

Smella hér til að skoða Nabbo skál á fæti!

Mynd fengin af heimasíðu Myrkstore

En stóra snilldin við hana er að hún er æðisleg á borðið með brauðinu eða ávöxtunum, en svo má líka setja hana í bakaraofn og í uppþvottavél. Þannig að hún er algjörlega multipurpose…

Mynd fengin af heimasíðu Myrkstore

Ég sýndi ykkur hana seinast í vor og var þá með muscarilauka ofan í ásamt mosa og eggjum, svo mikið páskastemming…

…en núna ætlum við að jóla hana smá upp, svona fyrir komandi árstíð – svo einfalt, batterýskerti frá Rúmfó, könglar, smá gervigreni og snjór…

Jamar bakkann hef ég átt í mörg ár og hann er alltaf í jafn miklu uppáhaldi, stór og stöðugur, og frekar hár fótur. Fullkomin til þess að nota í svo margt.

Smella fyrir Jamar bakka!

…og svo er æðislegt að hafa bara kerti í honum….

…þið sjáið líka vel hversu stöðugur hann er því ég er með þunga Maríu-styttu þarna ofan á…

Valltorp er nýr keramik kertastjaki, sem er til í hvítu líka, og er alveg einstaklega flottur. Hann er svo stílhreinn og einfaldur og bíður upp á að vera með bæði lifandi blóm og svo bara hvað sem manni dettur í hug…

Smella hér fyrir Valltorp kerstjaka!

…aftur er það einfaldleiki, bara lítil vír grenilengja, eitt lítið jólatré, einn dótabambi (fæst t.d í Kids Cool Shop) og dass af snjó. Jól um leið bara…

…svo má auðvitað setja þennan kertabakka, eins og aðra, bara beint ofan í Jamar (bakkann á fæti)…

…síðan er það hringurinn fyrir fimm kertin, Lycke kertastjakinn

Lycke stjakinn – smella hér!

…ótrúlega einfalt að taka bara afklippur af Buxus-greinum og vefja utan um með blómavír, tekur enga stund. Svo stakk ég smá Thuja-afklippum inn á milli, notaði síðan líka eins bjöllur með…

Dásamlega fallegi Kvistbro-kertastjakinn

Kvistbro kertastjaki – smella hér!

…svo eru það Ramsasa veggvasarnir, ohhhhh það sem þeir eru nú fallegir – ég var með vegg þar sem á eru fimm naglar og mig langaði að blanda saman glærum og gráum vösum…

Ramsasa veggvasar – smella hér!

…ég valdi líka tvær stærðir, stóran í gráu og í glæru, tvo minni gráa og einn minni glæran. Í þá gráu vasana setti ég síðan eucalyptus afklippur sem fá bara að þorna í þeim…

…það væri hægt að setja vatn en þá kemur til með að koma vatnsrönd eftir því sem vatnið gufar upp og mér fannst það bara fallegt að hafa þá tóma.

…í glæru vasana setti ég lítið jólaævintýri í desember…

…smá snjór, lítið tré og bambakrútt…

dásamlegi Bolmen stjakanum, en hann er alveg hreint geggjaður. Fyrir fjögur kerti en ég sé líka alveg fyrir mér að hafa t.d. bara kubbakerti standandi í honum líka. Ég setti smá afklippur af thuja ofan í og eitt jólatré..

Bolmen kerstjakinn – smella hér!

Cinnamon-kertið þeirra er líka alveg dásamlegt, svo mildur og góður kaniljólailmur sem fylgir því…

Cinnamon jólakerti – smella hér!

…mig langaði að gera smá skreytingu á áramótaborðið og notaði til þess fallega Jamar bakkann á fæti og Sund-kertastjakann. Þar sem Sund-stjakinn er aðeins minni en bakkinn þá myndast pláss á milli þar sem ég stakk Ilex greinum og smá brúðarslöri…

Smella fyrir Sund kertastjaka!

…úr varð svona frekar einföld en hátíðleg skreyting á borðið…

…endum þetta síðan á þessum dásamlega Swing vegglampa, sem hefur verið lengi á óskalistanum mínum. Veggljósið kemur í tveimur stærðum, 35cm og 70cm en ég er með minni týpuna á ganginum hjá mér…

Smella fyrir Swing veggljós!

…það er hægt að að færa hausinn og breyta honum á ýmsa vegu. Falleg gullfesting fyrir ofan perustykkið og bara virkilega falleg lampi að mínu mati. Það fylgir ekki pera en hægt er að kaupa hana líka í Myrkstore..

…svo er víst rétt að benda á að PomPom púðinn yndislegi, sem er nú alveg draumur, er líka frá Myrkstore…

Smella fyrir Pom Pom púða!

…lampinn er síðan bara með kló og því auðsótt mál að festa hann upp þar sem aðgengi að innstungu er gott. Ég er að elska hann sko!

Ég mæli svo sannarlega með að þið skoðið þessa fallegu vefverslun og með því að nota
afsláttarkóðann: skreytumhus þá fáið þið 25% afslátt!
Þið setjið einfaldlega kóðann inn í körfunni í rauða hringinn…

Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is

Falleg netverslun, sem er með persónulega þjónustu og dásamlegar vörur. Ég er alveg 100% viss um að þið finnið fallegar jólagjafir, handa sjálfum ykkur eða öðrum ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Myrkstore – afsláttarkóði…

  1. Greta
    01.11.2022 at 09:32

    Ég hef einu sinni pantað frá Myrk store og ég man ennþá hvað var búið að nostra við pakkann minn 🙂 kom skemmtilega á óvart.
    Mjög fallegar vörur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *