Innlit á Sólheima…

…við vinkonurnar brugðum undir okkar betri fætinum núna á dögunum og kíktum á dásamlegu Sólheima. Skemmst er frá því að segja að við urðum alveg hreint heillaðar af þessu fallega umhverfi sem þarna er, svo ekki sé minnst á öll þessi dásamlegu listaverk sem þarna eru sköpuð…

Texti fengin af heimasíðu Sólheima:

SÓLHEIMAR – Í 92 ÁR

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974). Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Rekin er öflug félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.

Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðva sem báðar stunda lífræna ræktun einnig er rekið bakarí og matvinnsla. Verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa. Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru allir velkomnir að Sólheimum.

Texti af heimasíðu Sólheima.is

Samfélagið

Rúmlega eitt hundrað manns búa í byggðahverfinu að Sólheimum. Yngsti íbúinn er nokkurra mánaða og sá elsti á áttræðisaldri. Flestir íbúar starfa á Sólheimum en hluti íbúa vinnur annars staðar. Börn á leik- og grunnskólaaldri sækja Kerhólsskóla á Borg.

Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag, þar sem hver einstaklingur er mikilvægur og hefur hlutverki að gegna. Traust og virðing ríkir milli manna og íbúum og gestum líður vel. Á Sólheimum hefur á rúmum 90 árum byggst upp byggðahverfi sem er einstakt, byggðahverfi þar sem finna má öflug félags- og menningar líf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Íbúar Sólheima leggja áherslu á að hafa á boðstólnum handunnar og heimagerðar vörur sínar.

Gestum er velkomið að taka þátt í starfi Sólheimakirkju, sækja tónleika, njóta fræðslu í Sesseljuhúsi eða bara ganga um og skoða samfélagið.

Texti af heimasíðu Sólheima.is

Lífræn ræktun

Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi. Almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki aðeins á Íslandi, heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum.

Það er því löng og sterk hefð fyrir umhverfisvitund á Sólheimum og mikil áhersla á að öll matvæli sem framleidd eru á Sólheimum fullnægi kröfum um lífræna ræktun.

Garðyrkjustöðin Sunna er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti undir gleri á Íslandi. Helstu framleiðsluvörur Sunnu eru kirsuberjatómar, agúrkur, paprikur og  salöt.

Texti af heimasíðu Sólheima.is

Þarna er að finna margskonar starfssemi og þjónustu, en okkar leið lá á kaffihúsið og í litlu búðina þeirra þar inn af:

Sólheimar bjóða upp á gistingu, veitingar, afþreyingu og listmuni. 
Kaffihúsið Græna Kannan og Verslunin Vala
eru opin alla daga 11:00 – 16:00 

Þetta eru svo einstaklega fallegir og skemmtilegir munir sem þarna eru til sölu…

Sólheimar hafa alla tíð lagt mikla áherslu á handverk, notkun náttúrulegs hráefnis, endurnýtingu og endurvinnslu. Allar vinnustofur Sólheima hafa þetta leiðarljós, um leið og þær bjóða íbúum Sólheima fjölbreytt störf þar sem skapaðar eru fallegar og handgerðar vörur.

Texti af heimasíðu Sólheima.is

Eins og áður sagði þá mæli ég með að mæta og skoða, því vörurnar þarna eru svo einstaklega fallegar og skemmtilegar…

..rjúpuna Doppu þekkja orðið flestir, en hún er höfundarverk Kristjáns Atla Sævarssonar, og eru gerðar afsteypur sem eru númeraðar. Alveg hreint ótrúlega fallegar…

…sjálf var ég í miklum vandræðum með að ákvarða hver væri fegurst, en þessi hérna – sem er svona mött á búkinn – var að heilla mig mikið.

Doppa – svört mött, smella hér!

…en eins og sést þá eru þær fjölmargar og svo ótrúlega flottar. Maður þarf bara að velja, þið vitið svona hverjum þykir sinn full fagur – og hver er Doppan þín?

Smella til að skoða Doppurnar!

…fullkomin jólagjöf að mínu mati!

…Doppla bollarnir eru líka eftir sama listamann og koma í sex litum…

Smella til að skoða Doppla bolla!

…þessir dásamlegu félagar bera nafnið Gæfuríkur og Ástríkur (fann ekki nafnið á vininum í miðjunni), og eru þeir höfundarverk Erlu Bjarkar Sigmundsdóttur. Rétt eins og með Doppuna þá eru gerðar númeraðar afsteypur af hverri týpu, mismikið af hverri…

Smella fyrir Ástrík!

…en hún Erla Björk gerir fjöldan allan af skemmtilegum köllum, og þessir félagar kallast: Lífið á haus, einstaklega glaðlegir og flottir…

Smella til þess að skoða Lífið á haus!

…Fiskhaus-arnir eru líka litríkar gleðisprengjur eftir Einar Baldursson…

Smella til að skoða Fiskhaus!

…svo er það hann Strákur og vinur hans Hænuhaus, sem eru báðir eftir Einar Baldursson…

Smella til að skoða Strák!
Smella til að skoða Hænuhaus!

…og svo auðvitað hann Tryggur, eftir sama listamann…

Smella fyrir Trygg!

Kærleikskrúsirnar eru svokallaðir “thermo-bollar” sem halda drykknum heitum en bollinn hitnar ekki að utanverðu.  Kærleikskrúsirnar eru myndskreyttar verkum listamannsins Einars Baldurssonar og koma krúsirnar í þremur týpum.

Smella fyrir Kærleikskrúsir!

Hanzína er höfundarverk  Einars Baldurssonar. Gerðar hafa verið 100 afsteypur í númeruðum eintökum af verkinu en þau voru unnin undir handleiðslu Egils Valdimarssonar. Ágóði af sölu verksins rennur til höfundar og Sólheima.

Smella til að skoða Hanzínu!

…Uglurnar eru eftir Kristján Atla Sævarsson, og mér finnst þær einstaklega flottar…

Smella fyrir Uglur!

…og svo er það Lundinn og hún Úlla…

Smella fyrir Lundann!
Smella fyrir Úllu!

…frábærlega flottur…

…svo er auðvitað heill hellingur af öðru, töskur, servéttur og kort…

…ótrúlega skemmtilegar viðarvörur, bæði skrautmunir og leikföng…

…og svö bjöllur og bangsar, og svo margt fleira…

…svo eru smyrsl og sápur, þannig að það má finna þarna ansi margt til bæði brúks og gjafa…

Þó ég mæli mest með að fara og skoða, þá er líka hægt að versla fallegu vörurnar á vefverslun Sólheima – og auk þess fást þær í Hrím í Kringlunni.

Smella fyrir vefverslun Sólheima!

Smella fyrir Sólheima á Facebook!

Smella fyrir Sólheima-listaverkin í Hrím!

Ég held að hérna ættu margir að geta fundið hina fullkomnu jólagjöf og um leið lagt þessu dásamlega málefni lið! Vona svo að þið eigið yndislega helgi framundan ♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *