Innlit í Dorma – Tax Free…

…og í þetta sinn er ég á Smáratorginu. En ég datt þarna inn í vikunni og ákvað bara að mynda þar sem mér þótti ansi margt fallegt bera fyrir augu og þar að auki er Tax Free í gangi fram til 12. sept og því ekki úr vegi að nýta sér það og gera góð kaup…

…ég verð alltaf að minnast á dásemdarskammelin. Þau eru æðilegir fyrir fætur og gera þannig alla stóla/sófa þægilegri, eru með geymslurými fyrir púða eða bara leikföng og því súper praktískir, og svo eru þau geggjaðir til þess að koma með lit t.d við gráan sófa…

Smella hér til þess að skoða skammel, bekki og pullur!

…og hér sjáið þið litlu pullurnar gera það sama, koma með skemmtilegt uppbrot í lit…

…ég get ekki hætt að horfa á þennan stól í hvert sinn sem ég fer þarna inn – hann er hreint æðislegur!

Smella fyrir House Nordic fellistól m/svörtu leðri!

…og annað sem ég er ofur hrifin af, þetta hérna hliðarborð! Það væri líka alltaf snilld að setja t.d. fallega viðarplötu á það, ef maður vill…

….að voru líka að koma inn alls konar ný sófaborð, þetta hérna fannst mér t.d. mjög töff…

…geggjaðir púðar með boho-útiliti…

…annað sófaborð sem var að heilla, með borðplötu með marmaraútliti…

…skemmtilegast að það eru tvö svona minni borð sem renna undir og er hægt að leika sér með í uppstillingum, og auðvitað snilld í veislum…

…hliðarborðin eru auðvitað alltaf flott, en hér eru hillurnar líka hreint æði! Svo verðið þið að taka eftir þessum stóru skálum, í ljósu og í svörtu – sjúklega flottar…

Smella til þess að skoða hillur!

…ég er enn í sófapælingum, það tekur mig SVO langan tíma þegar ég er að ákveða fyrir sjálfa mig, því ég á það til að ofhugsa hlutina svoldið mikið. En allt í einu eru svona brúnir leðursófar að koma sterkir inn hjá mér, hmmmmm hvað gerist næst?

…úffff – eigum við eitthvað að ræða þessa gordjöss vasa!

Smella til þess að skoða vasa!

…eða þessa hérna frönsku félaga í speglamálum, bogadreginn eða beinn – það er stóra spurningin?

Smella til þess að skoða spegla!

…svo er líka til mikið af fallegum luktum og körfum, eins og þið sjáið hér!

Smella hér fyrir körfur!

…svo má ekki gleyma svefndeildinni og öllum fallegu rúmgöflunum…

Smella hér til þess að skoða rúmgafla!

…hringhillurnar hafa lengi verið í uppáhaldi, svo flottar! T.d. gætu þær verið flottar í svefnherbergi eða baðherbergi og skella krókum í neðri hlutann, svo hægt sé að hengja handklæði eða veski…

Smella til þess að skoða hillur!

…nú og ef þið eruð að leita að laxyboj-um, þá eru þeir sko allir til þarna – eða svo gott sem…

…svo fallegir litur á þessum sófa, og þessi hægindastóll er æði með…

…svo voru að koma inn svo ÆÐISLEGIR púðar, með blómamynstri…

…og svo þessir, dásamlegir…

…fleiri falleg blóm…

…og svo bara blanda þessu öllu saman…

…þessir svörtu vasar eru líka bara smartir…

…svo eru líka alls konar einlitir púðar, og truflaðir blómapottar…

…er að elska þessar trévörur: kertastjakar, bakkar og skálar – love it!

…eflaust margir sem gleðjast að þessir eru komnir aftur, stórir og flottir…

…það er líka alltaf einstaklega falleg smáhlutadeildin, mikið af skemmtilegu dóti sem getur sett svip á heimilið…

…svo eru ilmstangir og ilmkerti, Búddar og auðvitað endalaust af kertastjökum…

…alltaf gaman að skoða inni í Dorma!

Fallegar vörur og stilltar upp þannig að þær veita innblástur og maður sér þær fyrir sér heima!
Njótið helgarinnar 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *