Sófadagar í Dorma…

…sófasett hafa verið mér ofarlega í huga undanfarið enda er mér farið að langa duuuulítið mikið að breyta til hjá okkur. Ekkert annað en bara minn óróleiki sem rekur mig í þessar pælingar og það að mig langar að breyta uppröðuninni hjá okkur sem er ekki auðvelt með sófasettin sem við erum með núna. Í Dorma eru núna sófadagar, og eru Tax Free afsláttur af sófum, sófaborðum, púðum, teppum og mottum.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég er með af sófunum frá Dorma sem ég hef verið að nota í verkefnum undanfarna mánuði og þetta kveikir kannski einhverjar hugmyndir hjá ykkur!

Smella hér til þess að skoða tilboðin í Dorma í tilefni sófadaga!

Pósturinn er unninn í samvinnu við Dorma, en allt sem er sýnt hér og myndefni er valið af mér!

Þessar myndir eru úr íbúðinni sem ég vann fyrri Búseta, en ég var svo hrifin af Gardolo-sófanum þarna inni, sérstaklega þar sem ég ákvað að mála ekki og bara ná inn hlýleika með mublunum og þar var þessi sófi fremst í flokki…

…sófaborðin eru líka frá Dorma, og það er einnig hægt að fá þau með viðartoppi. Ódýr en svo falleg…

…smella hér til þess að skoða Búseta-póstinn, smella hér!

…gott er líka að hafa það í huga að það er hægt að fá sófann í fleiri áklæðum og útfærslum
– smella hér til þess að skoða Gardolo

…næsti sófi er fallegi Licata sem ég notaði í 5.þættinum af seinustu þáttaröð af Skreytum Hús. Þetta var stofan hennar Helgu og hún valdi sér Rómó3 á veggina og því vildum við vera með fallegan og hlýlegan sófa með og þessi Licata hornsófi var alveg fullkomin þarna inn…

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

…ákváðum að nota hornsófa, sem er auðvitað ekki í horni. En það gerir heilmikið að nota hann til þess að stúka stofuna svona í tvö rými, setustofu og borðstofu í raun og veru. Hann er líka með svo töff og stílhreinar lappir…

Smella til þess að skoða allan póstinn!

…sófaborðið var sömuleiðis frá Dorma…

Sófi – Dorma
Skemill – Dorma
Sófi – Dorma
Glerborð – Dorma

…Licata er til í ótal gerðum, litum og áklæðum, og sömuleiðis hægt að finna skemmla og hægindastóla í stíl…

Smella hér til þess að skoða Licata!

…þeir fást líka í velúr og er til svona fínlegri útgáfa sem er líka sérlega falleg

…mér finnst hann reyndar það fallegur að ég notaði hann líka í 6.þættinum þegar ég gerði rýmið á Brú…

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

…en það er eitthvað við einfaldleikan á þeim sem ég fíla svo vel, þessir fallegu einföldu fætur og svo er hann bara ótrúlega þægilegur…

….þið sjáið líka sömu sófaborðin, enda í uppáhaldi og skemil sem fæst líka í Dorma, en hann er líka á afslætti núna….

Sófar – Dorma
Sófaborð – Dorma
Blóm – Dorma
Skemill með geymslu – Dorma

…mér fannst fallegu koníakslituðu Licata sófarnir frá Dorma vera alveg það sem mig vantaði þarna inn til þess að koma með hlýleika, og svo eru þeir líka einstaklega þægilegir til þess að sitja í…

Smella hér til þess að skoða allan póstinn!

….síðan mæli ég líka með að skoða Houston-sófana, en þeir eru svipaðir og sérlega fallegir…

Smella til þess að skoða Houston!

…svo má alls ekki gleyma að kíkja á sófaborðinn, en þið smellið hér til þess að skoða!

…fyrir þá litaglöðu þá er líka hægt að kíkja á Boggie-sófana, en þeir fást í alls konar geggjuðum litum…

…bleikur og bjútifúl…

…rauður og geggjaður…

…og svo fást auðvitað líka hægindastólar í stíl…

…síðan fannst mér líka möst að benda ykkur Tivoli-svefnsófann en mér finnst hann vera sérlega fallegur…

…alls staðar sem er feitletrað í þessum pósti eru hlekkir, ýmist á vörurnar eða á eldri pósta.
Annars vona ég bara að þið eiguð yndisleg helgi framundan og gerið eitthvað skemmtilegt ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *