Vigt…

…í Grindavík er staðsett verslunin Vigt. Við vorum í smá bíltúr um seinustu helgi og ákváðum að stoppa aðeins og ég stóðst ekki mátið að mynda aðeins fyrir ykkur.

Heimasíða Vigt!

Ég var þarna í leiðangri til þess að skoða dásamlega fallegu altariskertin þeirra, en mig hefur langað að eignast þannig í nokkur ár og fannst komin tími til. Þau eru alveg einstaklega falleg og bara hátíðleg…

…en það sem ég vissi ekki var að þau voru að koma út núna í dásamlega fallegum mildum litatónum…

…nýju litirnir koma bara í einni stærð – 36 cm…

…en eins og þið sjáið þá eru þeir hver öðrum fallegri…

…hvítu altariskertin koma hinsvegar í fjórum stærðum – smella hér!

…svo falleg…

Það eru alveg ofsalega fallegir munir þarna inni, eins og marmaralamparnir…

…líka til dökkir…

…og þessi fallegu hliðarborð og bekkir…

…svörtu minningaboxin eru líka dásamleg, bæði hægt að láta þau liggja á borði og svo að reisa þau upp við vegg og nota sem ramma…

…það eru mjög flottir bakkar, kringlóttir og sporöskjulaga, í nokkrum stæðrum…

…sérstaklega flottir undir kertin…

…bjútí…

…speglarnir eru sérstaklega flottir svona nokkrir saman, og hornin skemmtilegt skraut…

…og borðstofuborðin þeirra eru einstök…

…sennilegast bara með þeim fallegustu á landinu, og það er hægt að kaupa snúningsdiska ofan á þau…

…marmarastangirnar sem þið sjáið, þetta eru veggsnagar…

…takið eftir geggjuðu snögunum sem eru á veggnum, þetta er stærri týpan og svo fallegur skúlptur…

…fleiri litir í kertunum…

…það er svo fallegt þarna inni að manni finnst maður vera á safni…

…mæli innilega með að kíkja við, getið skellt ykkur í kjólaleiðangur í Paloma, fengið ykkur hádegismat Hjá Höllu og svo bara beint í fegurðina í Vigt!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *