Pottery Barn innblástur…

…ég hef alltaf elskað Pottery Barn og að skoða myndirnar þaðan, hér koma því nokkrar sem að heilluðu mig af misjöfnum ástæðum.

Fyrst er þessi stílhreina en samt hlýlega borðstofa. Hlýleikin skapast af fallegu viðarborðinu, mottunni á gólfinu, ljósmyndunum og blómunum…

…önnur falleg, en hér er það hiklaust veggmálningin sem er stjarnan…

…ótrúlega stílhrein en falleg, hér eru gluggarnir að heilla…

Svefnherbergi

Aftur og meira stílhreint en hlýlegt…

…sjáið hvað þessi fínlegi græni litur er að gera mikið hérna…

…körfur við fótagaflinn og málverkið eru að gera mikið fyrir rýmin – og auðvitað rétt stærð á náttborðslömpum, það er svo algengt hérna heima að vera með of smáa lampa…

…þetta finnst mér æði – lítið um liti en mismundi áferðir og viður gera svo mikinn hlýleika…

…mjög ólíkt, hátt til lofts og allt hvítt – en elska þetta!

Hliðarborð

Hér sjáið þið hvað svarti ramminn á speglinum er að gera mikið – og eins sú staðreynd að vera með stóran vasa og há blóm, verið óhrædd að leika ykkur…

…sama hér, stór spegill með svörtum ramma og þessi stóri blómavasi – gerir þetta fullkomið…

…hliðarborð og hillur eru líka æðisleg fyrir svona söfn af hlutum, það kemur alltaf vel út að grúppa hlutina saman…

…annað í sama stíl, og hér eru körfurnar að gera sitt…

Stofur

Hér eru svo hvítu sófarnir í aðalhlutverki, því mér eru þeir ansi hugleiknir…

…mottan og svörtu hurðarnar eru að breyta miklu hérna…

…mottan og allir þessir smáhlutir, og svo teppin og púðar…

…eitt af því sem ég elska við svona hvíta sófa, er sú staðreynd að með því að breyta mottum eða veggmálningu, þá ertu að gjörbylta rýminu…

…eða bara með því að vera með púða í nýjum lit…

…svo dásamlega fallegt útisvæði…

…og þessi stóll hér – elsk´ann…

Þessi seinasta mynd er ein af mínum uppáhalds. Stóllinn úr leðri og svona smá grófur og macho, en á móti koma þessar mjúku, hvítu gardínur og svo bastið. Ótrúlega skemmtilegir kontrastar!

Vona að þið hafið haft gaman af!

All photos via PotteryBarn.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *