Uppstillingar í Rúmfó…

…og núna er þá Smáratorgið – svona til þess að klára þessa lotu, sem við byrjuðum hér!

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…en ég er að hafa einstaklega gaman af því að stilla upp öllum þessum fallegu vörum sem er í búðunum núna…

…sérstaklega er mikið af fallegum smávörum, blómapottum og fallegum gerviblómum…

…svo er líka þetta mikla úrval af bastvöru, sem kemur svo sterk inn í bóhó-fílinginn, eins og t.d. þetta skilrúm…

…og svo þessi borðstofa, sem er svo létt og falleg, og stólarnir – þeir eru gordjöss…

…fékk mikið af fyrirspurnum um hvernig ég væri að binda sérvétturnar, þannig að ég tók svona skerf fyrir skref-myndir fyrir ykkur…

…svo ótrúlega einfalt en fallegt – og endilega að stinga smá grein með eða öðru til skrauts…

…allt í svona í grænum tónum með basti og ljósum viðartónum með…

…við settum líka upp svona útstillingarhillu og mér finnst svo ótrúlega gaman að sjá þetta vona…

…gefur líka smávörunni tækifæri til þess að njóta sín enn betur…

…þessi skenkur með græna velúrinum er nammi…

…ekki sammála?

…þessar körfur, ég þarf að næla mér í þessar hingað heim…

…svo var gaman að blanda við fallegu rauðubleiku blómunum, og litla skálin er æði…

…sjáið bara skálarnar…

Mæli líka með að þið skoðið þennan póst hér – þar sem ég er að fara yfir nýju vörurnar í Rúmfó!

Vona að þið hafið haft gaman að og eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *