Höllin mín – 1.tölublað…

…núna í vikunni var að koma út nýtt og fallegt tímarit í fyrsta sinn á vegum Húsgagnahallarinnar. Blaðið ber nafnið Höllin mín og er alveg sérlega glæsilegt. Það er hægt að nálgast það á netinu með því að smella hér:

Höllin mín – Húsgagnahöllin

Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þessu blaði fæðast og ég var um það bil að farast úr spennu þegar ég mætti upp í Húsgagnahöll og sá það uppsett á veggjunum inni á skrifstofu og gat loks séð þetta nokkurn vegin í heild sinni…

Ég bíð t.d ótrúlega spennt eftir að sjá nýju motturnar hennar Rutar Kára!

Smella hér til þess að lesa grein!

Eins eru alltaf svo fallegar kræsingarnar sem hún Berglind hjá Gotterí og gersemar galdrar fram:

Smella hér til þess að skoða!

Ég setti síðan upp páskaborð skreytti það með dásamlega skrautinu úr höllinni, og Moli var auðvitað senuþjófurinn og aðalfyrirsætan í þessu.

Smella hér til þess að skoða!

…ég tók sjálf fullt af myndum af borðinu sem ég ætla að deila með ykkur, en er í raun að bíða eftir að páskadótið mæti í verslunina í næstu viku. En þangað til ætla ég að fara yfir helsta sem ég notaði…

..en ég hlakka til þess að sýna ykkur fleiri myndir…

Fyrsta eru þessir dásamlegu kertastjakar. Ég er búin að hafa augastað á þeim lengi og finnst þeir gordjöss:

Smella fyrir kertastjaka!

Þessar kanínur eru frá því fyrra eða hitt í fyrra, og ég elska þær alveg, sem betur fer er alls konar svipaðar á leiðinni…

Ég er alltaf jafn hrifin af Thule glösunum mínum frá Iittala, og var alveg ákveðin í að nota þau:

Smella hér fyrir Ittala Thule!

En það er enginn kökudiskur til í þeirri línu, en ég fann IVV Diamante-diskana og þeir voru alveg pörfekt með…

Er líka að elska að skreyta diskana með svona páskaeggjum, en þessi eru frá Nóa Siríus og mér finnst svo fallegt að það séu svona súkkulaðifígurur ofan á en ekki gulir ungar eða eitthvað slíkt…

Síðan setti ég bara smá af mosa, skrauthreiður og smá af brúðarslöri…

Eins og sést þá smellpassar þetta saman…

Diskarnir eru til í nokkrum stærðum og gerðum:

Smella hér til þess að skoða IVV Diamante!

Í stíl við stellið erum við með Bitz vasann, en hann er alveg í fullkominni stærð fyrir svona “dæmigerðan” blómavönd:

Smella fyrir vasa!

…ég er alveg að elska kremaða stellið frá Bitz sem ég notaði í þetta páskaborð. Það er svo tímalaust og fallegt. Smella hér til að skoða!

Smella hér til þess að skoða sama stell um jólin!

Síðan er snilld að vera t.d. bara með hliðardiskana í mismunandi litum til þess að poppa þetta aðeins upp. Hér var ég með sæbláan (smella hér að skoða) og bleikan (smella hér að skoða)

Eins fann ég þessar dásamlegu bleiku hörservéttur frá Broste, og mér fannst þær æðislegar með…

Ég hafði hugsað mér að nota þessi glös með, en endaði svo á Iittala í staðin…

Ég er líka svo hrifin af svona stórum og flottum trébökkum, þrátt fyrir að þessir komust ekki fyrir á borðinu í þetta sinn:

Smella hér til þess að skoða Riverdale trébakkana!

Annað geggjað bretti með marmara og svo marmara eggjabikarar frá Broste:

Smella fyrir bretti!
Smella fyrir eggjabikar!

Espresso bollarnir frá Bitz eru líka svo fallegir, og litirnir alveg draumur…
Smella hér til þess að skoða!

Það sem meira er – þeir eru líka skemmtilegir sem eggjabikarar svona á páskaborðið…

…ég mæli svo sannarlega með að þið smellið á hlekkinn og kíkið á þetta fallega blað:

Höllin mín – Húsgagnahöllin

…vona að þið eigið yndislegan laugardag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *