Jólin nálgast…

…mig langaði að sýna ykkur hitt og þetta hérna heima hjá mér, auk þess nokkrar skreytingar sem ég gerði til þess að mynda, sem eiga það sameiginlegt að vera gerðar að mestu úr efnivið sem kemur frá Húsgagnahöllinni. Rétt er að taka það fram að ég er í farsælu samstarfi við Höllina, en rétt eins og alltaf þá er það efniviður sem ég vel og nota eftir mínum eigin hugmyndum.

Fyrstar eru þessar hérna tvær skálar, ég er búin að eiga þær núna í ein 2 ár en mér finnst það koma svo fallega út að setja smá svona skraut í þær – gervigreni og gamlar jólakúlur frá USA…

Nordal Kepel skál á fæti – smella hér!
Nordal Lamu skál á fæti – smella hér!

…það er alveg ótrúlega mikið til af fallegum trébökkum og hérna sjáið þið bara tvö kerti á einum slíkum, auk þess er dásamleg stytta með ísbirni, köngull og snjór – það verður nú varla einfaldara en þetta…

Ísbjarnastytta – smella hér!

…svo má auðvitað leika sér með þetta. Hér eru tvö dásamleg hús frá Lene Bjerre og stóra alteriskertið, en í þetta sinn setti ég bara 24 á það og svo bjöllur með slaugu. Mér finnst það koma fallega út…

…bætti síðan við litlum bamba, en þessi fékkst í Toys R Us endur fyrir löngu…

…nú eða bara tindátar, glimmraðir og gordjöss…

Gylltir tindátar – smella hér!

…þennan stjaka fékk ég í fyrra, en það má snúna honum á tvö vegu. Þetta er einn af fáum “aðventu”-stjökum sem ég hef eignast og hef haft uppi allt árið um kring…

Nordal kertastjaki – smella hér!

…hér seti ég hann bara ofan í stálskál, sem ég elska, og svo er bara könglar, mosi og snjór. Þetta er í uppáhaldi ♥♥

…svo er það Holger-bakkinn sem ég er búin að eiga líka í nokkur ár og er alltaf með hann uppi við. Hann er líka fullkomin í barasta allar skreytingar held ég. Hér með húsaþyrpingu…

Holger bakki stór – smella hér!

…og meyjarstytturnar eru líka einstaklega fallegar í svona skreytingu…

Meyjarstyttur – smella hér!

…og svo er geggjað að segja á hann aðventustjaka…

Nordal gylltur aðventustjaki – smella hér!

…og svo bara að skreyta að vild. Greinar og mosi hérna…

…en þessi er mitt uppáhalds og er á eldhúsborðinu hérna heima. Bakkinn, rustic kertin og tölustafirnir, svo bara gervigrenið og könglarnar…

…ég skreytti síðan spegilinn okkar með grenilengju, set bara plastkróka aftan á spegilinn (sem eru allt árið um kring) og í þá set ég vír og svo í lengjuna. Þannig helst hún alveg kyrr, svo eru stjörnurnar líká dásamlegar, en þetta er líka lengja…

Grenilengjur og stjörnur – smella hér!

…bjöllurnar, hversu fallegar eru þær nú – og jú, þið sjáið stjörnurnar betur núna…

Lene Bjerre bjöllur – smella hér!

…þetta er sko alveg eins og ég vil hafa það ♥♥

…setti síðan grenilengju og bjöllu líka á ritvélina, finnst það koma fallega út…

…hér sjáið þið síðan allt borðið, húsin undir eru gömul – samansafn héðan og þaðan…

…inni í stofu eru síðan Kahler-húsin mín fallegu, þau fengust í Höllinni líka – en ég held að þau séu að mestu uppseld núna – því miður…

…svo er nú eitt sem er eftirlætis nýtt – hérna fyrir utan hús, en það er þessi ljósastjarna…

Decotrend útijólastjörnur – smella hér!

…við horfum á hana beint út um eldhúsgluggann, og ég sver það hún gleður mig í hvert sinn. – og passar svo vel við gömlu stjörnur sem eru í glugganum hérna inni..

…þá held ég að ég sé búin að fara yfir það helsta. Ég gerði líka sér póst um Iittala-skálina stóru sem þið getið líkt á, og svo er annar póstur með skreytingum:

Iittala póstur – smella hér!
Jólaskreytingapóstur – smella hér!

Vona að þið eigið yndislega helgi framundan, annar í aðventu – þessi mánuður er að rjúka áfram ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *