Velkomin í Portið…

…en Portið flutti nýlega í Auðbrekku 21, í Kópavogi. Portið er opið er á laugardögum kl. 11–16 og á fimmtudögum kl. 14–18. Þetta eru nokkrir aðilar sem hafa tekið sig saman og eru að selja gamla muni, ekta svona vintage og antíkblanda…

…ohh þetta er alltaf svo skemmtilegt að rápa um og skoða allt sem þú átt ekki von á að finna…

…skemmtilegt að grúbba saman, silfrið er t.d. svo fallegt…

…hérna sjáum við t.d. kúpla á ljós, veggljós eða loftljós og alls konar annað sniðugt…

…hér er allt til, sko bara allt…

…og það þarf sko að gefa sér góðan tíma í að skoða…

…ljósmyndir og húsgögn, og bara allt á milli…

…úfff hversu fallegt er þetta snyrtiborð, sjáið bara spegilinn…

…geggjaður bollastandur, svo er hann Neo þarna og meira segja Sússi og Betlehemfamelían…

…geggjuð þessi glerlukt og svo boxið fyrir kertin fjögur – luv it…

…ferlega flottur barvagn…

…diskar á fæti og glerkúplar – tveir af mínum veikleikum 🙂

…þessi kross var mjög spes og ég er enn að hugsa um hann – mér finnst hann rosalega fallegur en svo held ég líka að það gæti verið fallegt að gera einfaldari kross – einfaldari bakgrunn…

…awwwwww, þetta er þokkaleg slaufa í hárinu á minni systurinni…

…fullt af bollum og diskum…

…og alltaf að muna að líta upp líka, því þar er heill hellingur af ljósum…

…það kveikna alls konar hugmyndir og þú finnur alls konar skemmtilegt…

…þetta er sem sé rétti staðurinn til þess að fara og gramsa svo tímunum skiptir…

…ég hef ekki séð þetta stell áður, en svo fallegt – fínleg grá blóm og upphleypt mynstur…

…könnur, er eitthvað dásamlegra…

…mæli með að skoða líka skartið…

…alltaf pláss fyrir smá tekk…

…mér finnst þessi Jesústytta sérstaklega falleg (og þung) og bland í poka í glerboxi…

…gull og gersemar, og allt saman svo fallegt…

…nú ef ykkur vantar t.d. alls konar glös – nóg til…

……ef þið viljið fylgja Portinu á Facebook – smella hér

…minni á að opnunartíminn í dag er frá 11-16 og ég segi bara góða skemmtun!
Eigið yndislegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Velkomin í Portið…

  1. Jóna
    05.02.2022 at 09:54

    Var bókstaflega með kaffibollan í hendinni þegar ég rakst á póstinn þinn. ☕️

    Þarf að kíkja þangað.

    Takk

  2. Margrét Magnúsdóttir
    05.02.2022 at 10:27

    Takk fyrir þessar myndir, margt fallegt þarna.
    Á örugglega eftir að koma þar við einn daginn.
    🙂

  3. Begga
    05.02.2022 at 19:08

    Vá vissi ekki af þessari gullkistu takk 🙂

  4. Þorsteinn Og helga
    05.02.2022 at 20:00

    Glæsileg uppsetning til hamingju

  5. Anonymous
    05.02.2022 at 21:15

    Vissi ekki af þessum gullmola, takk fyrir að benda á verslunina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *