Innlit í ABC – Hafnarfirði…

…en ég datt þarna inn um daginn og gat ekki annað en dáðst að því hvað allt var skipulagt og fallega raðað. Mæli með að þið kíkið þarna við, enda fullt af jólaskrauti frá ýmsum tímabilum…
…eitt af því sem ég hef sérstakt dálæti á eru gamlar jólakúlur, og þær voru þarna í bland við nýjar…
…fánalengjur á jólatré eru eitthvað svo dásamlegar retró…
…takið eftir gamla gula bangsanum, hann gæti ekki verið meira hissa á þessu jólabrölti í kringum hann…
…jólaskraut í glugga…
…veggdiskar af ólíkum uppruna…
…krúttaraleg hestakanna…
…þarna væri gaman að kaupa eitthvað bland í poka til þess að setja á jólaborð…
…þessir fannst mér sérstaklega fallegir…
…og þessir eru dásamlegir, eins og ég notaði sem forréttadiska á seinustu jólum…
…upphleypt hestamynd…
…sitt lítið af öllu…
…jólamavurinn kemur í kvöld…
…gamlar kúlur og nýjar…
…það er eitthvað svo fallegt við blandaðar kúlur í kassa…
…gasalega bleikir og lekkerir…
…þessir glæru stjakar og diskurinn væri nú sérlega hátíðlegt um jól…
…mér fannst þetta sófaborð æðislegt, sá alveg fyrir mér að breyta því aðeins…
…felliborð – snilld til þess að standa svona á bakvið sófa og svo er auðvelt að nota þau til þess að bæta við plássi fyrir fleiri til þess að sitja til borðs…
…skemill…
…borðstofuborð og stólar…
…hilla sem væri æðisleg fyrir bækur eða bara í barnaherbergið…
…gömul klassík…
…nóg af bókum…
…þessi bekkur sko!
…satt þetta með hundinn 😉
…mér fannst þessi mynd eitthvað svo flott – litirnir voru æði…
…sama um þessar hér…
…einfaldir og töff…
…til þess að fylgjast með ABC í Hafnarfirði – kíkið hérna
…ég vona að þið eigið yndislegan dag ❤️

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *