Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 1. þáttur…

…þá er komið að fyrsta þættinum í seríu 2 af Skreytum Hús.
En þættirnir verða 6 rétt eins og í fyrstu seríunni, og koma inn á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

og ég mæli með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn… 

…í fyrsta þættinum kynnumst við henni elskunni henni Rut og ætlum að aðstoða hana við að breyta í hjónaherberginu.

Þau fluttu inn bara rétt fyrir jól og það var því ekki búin að vinnast tími til þess að gera neitt sérstakt fyrir herbergið, annað en að skella bara inn rúminu og þeim húsgögnum sem þau voru með í gamla húsnæðinu.

…ég setti svo saman mood-board sem sýnir í hvaða átt við stefndum með hjónaherbergið og þá hluti sem við völdum saman inn í það:

Spegill – Rúmfatalagerinn
Hringveggstjakar – Húsgagnahöllin
Lukt – Rúmfatalagerinn
Náttborð – Rúmfatalagerinn
Loftljós – Húsgagnahöllin
Rósetta – Byko
Gullskrín – Rúmfatalagerinn
Rúmgafl – Dorma
Stórir púðar – Dorma
Hringpúði – Rúmfatalagerinn
Ljós fyrir luktir – Rúmfatalagerinn
Ljósasería – Rúmfatalagerinn
Bekkur – Dorma
Púði – Rúmfatalagerinn
Hringspegill – Rúmfatalagerinn
Vasi – Rúmfatalagerinn
Strá – Rúmfatalagerinn
Værð – Slippfélagið
Gerviblóm – Rúmfatalagerinn
Bleikt teppi – Rúmfatalagerinn
Hringhillur – Dorma
Stóll – Rúmfatalagerinn
Hvítar þunnar gardínur – Rúmfatalagerinn
Gráar gardínur – Rúmfatalagerinn

Ljóskastari – Byko

…það fyrst sem var gert var að ákveða litinn inn í rýmið, og við vorum mikið að spá á milli Værð og Ósk úr nýja litaspjaldinu mínu frá Slippfélaginu. Að lokum var það Værð sem varð fyrir valinu, og ákváðið að mála bæði veggi og loft. Því að þetta herbergi var með svo mikið af hornum og línum að það dró úr því og gerði það rólegra og þægilegra fyrir augað…

…nú liturinn er kominn á hreint og búið að mála. Þá var að láta drauminn um hin fullkomna gafl rætast, og það var bara einn sem kom til greina, Paris frá Dorma, í dökkgráu og stærðinni 180. Algjör draumur og bara breytti allri stemmingunni þarna inni um leið – gæti ekki verið betri…

…stóru púðarnir eru frá Dorma líka og eru alveg í stíl við rúmgaflinn…

…fyrir voru þau með snyrtiborð inni í rýminu sem þau vildu endilega hafa áfram, enda fallegt borð…

…og það var því snilld að finna náttborð í Rúmfó sem voru í sama/svipuðum stíl, og þannig náðum við betri heildarmynd inn í rýmið…

…svo þarf að sjálfsögðu falleg náttborðljós og mér finnst sjálfri eins og langflestir íslendingar séu feimnir við náttborðlampa og séu alltaf með of litla lampa. Ég vildi endilega fá fallega lampa þarna inn, sem jafnfram máttu alls ekki vera brothættir og það var leyst með því að taka luktir úr Rúmfó og fjarlægja glervasann sem þeim fylgdi. Síðan skellti ég einfaldlega lampa úr Rúmfó þarna ofan í, og málið er leyst. Flottir lampar sem gefa geggjaða skugga og almenna fegurð…

…fyrir ofan rúmið var síðan valið dásamlega fallega ljósið frá Húsgagnahöllinni, og sett rósetta frá Byko til þess að gera þetta ennþá meira rómó. Lofit! Planið var að mála rósettuna í sama lit og loftið, en fyrst um sinn hafa hana hvíta, svona á meðan þau ákveða hvor liturinn verði fyrir valinu á endanum…

…þið sjáið að þetta er allt saman að mynda sérstaklega fallega heild…

…bekkinn áttu þau fyrir, en hann er frá Dorma og rúmteppið fékkst í Lín Design og var jólagjöf…

…svo er það þetta með að skreyta veggina í hjónaherbergjum, þetta er alltaf spurning um að finna nokkra fallega hluti sem gefa manni tækifæri til þess að setja smá persónulegan og falleg brag á rýmið. Gerviblóm eða alvöru, kertaljós, og sitthvað annað sem gerir herbergið fallegt og hlýlegt. Á annan vegginn komu hringhillur úr Dorma, sem koma þrjár saman í setti…

…en hinum megin voru það veggstjakar úr Húsgagnahöllinni, sem voru látnir þjóna hlutverki hillna, auk þess sem stór svartur spegill úr Rúmfó setti sinn svip á plássið…

…og það var líka pínu gaman að spegla hringformið báðum megin við rúmið, svona ef maður fer að hengja sig í smáatriðin…

…við settum síðan upp tvöfalda gardínustöng (sjá hér), og á hana fóru dásamlegar gardínur úr Rúmfó, Odell og Amungen , en því er ekki að neita að það að setja upp gardínur getur hreinlega breytt hverju einasta rými. Eins er hér ljósaserían sem ég hengdi á stöngina, og svo er hægt að finna restina af henni, uppvafða á bakvið gardínu 😉

…það breytti líka feikimiklu að skipta úr ferköntuðum spegli fyrir ofan borðið og setja hringspegil, sérstaklega í svörtum ramma, því að það létti bara svo mikið á í kringum borðið. Eins setti ég nýjan stól, en það var áður lítill bekkur við, og að hafa tvö bekki svona hlið við hlið – það kom eitthvað skringulega út. En þess stóll frá Rúmfó, hann var alveg málið!

…lappirnar á honum voru líka að kallast á við lappirnar á bekknum, þannig að þetta er allt að harmonera vel saman…

…smáhlutirnir á borðinu, þeir eru síðan allir frá Rúmfó – þar á meðan dásamleg gullskartgripaskrínið…

…það voru líka settir fallegir hvítir gólflistar frá Byko á herbergið, sem gerði alveg punktinn yfir i-ið. Algjörlega það sem vantaði til þess að ramma þetta betur inn…

…og svo auðvitað nokkrar fyrir og eftir myndir til samanburðar, það er alltaf skemmtilegt að sjá…

…og þar með er búið að fara yfir það helsta. Ég á eflaust eftir að deila fleiri myndum síðar en vá hvað þetta var skemmtilegt!

Takk elsku Rut fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 1. þáttur…

  1. Hulda Björg
    11.04.2021 at 18:34

    Meiriháttar flott breyting!
    Geggjaður gallajakkinn sem þú ert í. Má spyrja hvar hann fæst?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *