Vetrarskrautið læðist upp…

…jæja þá! Eins og ég sagði ykkur í póstinum áðan – þá er Konukvöld í Blómaval í kvöld, og ég verð m.a. á staðnum – eða þið vitið, ég og Helgi Björns og Sigga Kling og co.

Ég rölti um og valdi nokkrar vörur sem voru að heilla, og stillti þeim upp heima hjá mér.  Eins og alltaf, þá er það ég sem vel vörurnar að öllu leyti, en þessi póstur er unninn í samstarfi við Blómaval.
Þegar ég sá stóru stjörnuna, þá kom bara eitt til greina.  Að raða á arininn…

…ég er búin að vera með svona stjörnu á heilanum í langan tíma, og búið að langa í.  Þessi er miðstærðin sem fæst hjá þeim og kostar um 5þús krónur (svo fer hún á afslátt á Konukvöldinu í kvöld. Mér finnst þessi stærð alveg fullkomin þarna fyrir ofan – stílhrein og ferlega töff…

…hreindýrin fannst mér líka alveg hreint dásamleg.  Þau eru eitthvað svo blíðleg og falleg, í ljóóóósbeige lit og með smá glitri á…


 …svo sá ég þessa stjaka frá Raz-merkinu, og þeir eru ótrúlega töff.  Alveg eins og alvöru viður, þar til þú komur við þá, og með dásamlegu glitri á…

…eins blandaði ég saman þremur greinum af gervigreni, sitka- og furugreinum – og það er smá snjór á furunni, sem gerir hann extra flotta…

…ég tók líka tvær dásemdarjólakúlur, sem eru í svona rosegold bleikum tónum.  Þá nokkur vintage-fílingur í þessum…

…stjarnan er með svona festingum, eins og sjást á þessari, en ég skrúfaði þær bara af…

…ég nota síðan gervigrenið til þess að fela skrúfurnar…

…lengst til vinstri er síðan mjög fallegt gervitré, sem kostaði bara 3þús krónur…

…ég tók líka tvær stjörnur í minni gerðinni, og setti í blómapottana fyrir utan hjá okkur…

…einfalt að stinga þessu bara ofan í pottana, en gæti líka komið flott út í beðum…

…og inni er að myndast sérlega kózý stemming…


…þessi litlu kertahús urðu hrein dásemd með smá gervigreni undir…

…svo er bara að fleygja sér í sófann og kíkja á skemmtileg blöð eða bækur…

…smá kertasljós, og næstum bara “skíðlogar” í arninum þegar kveikt er á öllum kertunum…

…litlu tréstjörnurnar eru líka ofsalega fallegar…

…þannig að hér er notað:
Miðstærð af svörtu stjörnunum
Lítið jólatré
2x hreindýr, stórt og lítið
*Hlekkur á minna hreindýrið
*Stórt hreindýr
2x kertatjakar, sitt hvor stærðin
2x jólakúlur
*Jólakúla minni
*Jólakúla stærri
4x gervigreinar, ein sem fer á stjörnuna og kertahúsið

3x tréstjörnur
Ég setti hlekki á það sem er þegar komið inn á vefverslun, en ef þið eruð að spá í einhverju þá er hægt að senda mér skilaboð og ég get látið ykkur fá númerið á hlutinum, ef þið viljið panta á netinu – sérstaklega þið sem eruð úti á landi ♥

…svo safnaði ég bara haug af kertum inn í arininn minn…

…mér finnst þetta í það minnsta afskaplega kózý…

…alltaf gaman að vetrarskreyta smá 😉
Annars hlakka ég bara til að sjá ykkur sem flestar á Konukvöldinu í kvöld (hér er hlekkur á viðburðinn – smella).  Ég verð búin að setja eitthvað skemmtilegt saman, raða á borða og er alltaf til í að spjalla eða ráðleggja, eftir bestu getu ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Vetrarskrautið læðist upp…

  1. Tinna
    01.11.2018 at 21:35

    Æðisleg stjarna ,,, en hvaðan er bleika teppið þitt ??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.11.2018 at 22:38

      Teppið er frá merkinu Riverdale og fæst í Blómaval. Er í stærðinni 130x170cm!

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    02.11.2018 at 01:48

    Svakalega fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *