Söru”bakstur”…

…það hefur nú komið fram, sennilegast oftar en góðu hófi gegnir, að hæfileikar mínir í eldhúsinu eru af skornum skammti – eða kannski réttara að segja einkennast af litlum sem engum áhuga 🙂 Þá er nú gott að eiga góða að, sem hugsa fallega til þeirra sem eiga undir högg að sækja, í eldhúsmálum ef svo má segja. Hún Auður vinkona mín hjá 17 sortum kom hingað færandi hendi. Gaf mér kassa (tvo kassa en bara annar myndaður því hinn var etinn samstundis) af dásamlegu sörunum sínum – og hún hefur greinilega meira álit á mér en ég sjálf – og gaf mér svona “kit” sem þær eru að selja þannig að maður getur gert sínar eigin sörur – nú komumst við af því hvort að þetta sé idiot-proof kassi…

…best að minna ykkur á hvernig sörur eiga að líta út, þegar þær eru gerðar af þeim sem kunna til verka – þið skiljið samhengið síðar í póstinum…

…en í kassanum eru botnarnir tilbúnir, kremið reddí í skál og bara eftir að bræða súkkulaðið – þannig að þetta er bara að raða saman….

…þarna stend ég og er að peppa mig upp í þetta – koma svo stelpa, koma svo…

…kremið kemur alveg tilbúið…

…svo er bara að raða upp kökunum og hefja verkið að setja krem á…

…eins og sést á þessum fagmannlegu vinnubrögðum, þá var ég meira í að gluða þessu á. Planið var svo að fínpússa síðar (en það gleymdist)…

…ég meðan ég leyfði kreminu að taka sig, þá fór ég bara að dúllast í að festa bjöllur á kertastjakana mína…

…ég verð að viðurkenna að það er tökuvert meira innan þægindarammans míns 🙂

…ég verð að viðurkenna að ég gerði smá mistök, en ég setti súkkulaði á – átti afgang og vildi endlilega bæta því á. Þannig að þær urðu svona frekar fjarskafallegar þessar elskur…

…þannig að færum okkur bara í meiri fjarlægð og dáumst að handverki húsmóðurinnar! Ég hlýt að fá einhver verðlaun með þetta 🙂

…en hugmyndin er snilld, sörurnar eru afbragðs góðar – og mér tókst að gera þetta –
þannig að ég fullyrði, þetta geta allir 🙂

Smellið hér til þess að skoða kassana hjá 17sortum!

…svo er ekki hægt annað en að mæla með sörunum sem fást í verslunum 17sorta, en það eru 5 bragðtegundir:

Sörur: þessar klassísku m. dökku súkkulaði
Lárur: m. lakkrís og hvítu súkkulaði
Klörur: m. Kirsuberjum og dökku súkkulaði
Bárur: m. Baileys og mjólkursúkkulaði súkkulaði
Dívur: m. Saltkaramellu og Blonde súkkulaði

Öll súkkulaði eru gæða Callebaut belgísk súkkulaði

Skil ykkur svo eftir með þessa mynd af fallegu kökunum, svo þið munið hvernig þær eiga að líta út ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát 

2 comments for “Söru”bakstur”…

  1. Ólöf Edda
    14.12.2021 at 21:52

    Hvaðan er svarti skreytti diskurinn/bakkinn ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.12.2021 at 00:29

      Hann er frá Húsgagnahöllinni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *