Nýjar venjur…

…tíminn hann þýtur áfram á ógnarhraða og allt breytist. Við finnum það eflaust meira þegar að árin líða, og börnin stækka, og fólkið í kringum okkur (og við sjálf) eldumst. Í minni fjölskyldu voru það mamma og pabbi sem sáu um að halda jólahittinga og annað slíkt, og nú þegar þau eru “komin á þann aldur” að slíkt er ekki lengur á þeirra færi. Þá fannst mér bara um að gera að taka við og koma af stað nokkrum nýjum hefðum og venjum til þess að viðhalda.

En það sem mér finnst hvað skemmtilegast og langar mest er hreinlega að hafa fólkið mitt í kringum mig og þar sem nú eru aftur orðin lítil kríli í fjölskyldunni þá langaði mig að vekja upp þá hefð að skreyta piparkökur. En það gerðum við þegar að okkar krakkar voru litlir, en þau hafa víst orðið frekar takmarkaðann áhuga á því núna.

Ég ákvað því að bjóða öllum á sunnudegi, og hreinlega bara koma þeir sem koma geta (enda erum við rúmlega 20stk þegar allir eru) og ég vildi reyna hafa þetta eins einfalt og hægt væri…

…kvöldið áður er alltaf gott að týna til það leirtau sem á að nota, og hvað er betra en að vera með snjókornadiskinn minn fallega á fæti, sem ég fékk í Target um árið…

…svo var bara farið í Costco og reddar sér. Þar fæst t.d. þessi “kanilsnúðakaka” sem er mjög góð, og þegar hún var komin á disk með smá skrauti – þá varð hún æði…

…en ég skellti bara bamba og trjám ofan á – já bambinn fæst t.d bara í KidsCoolShop en trén – tjaaaa þau voru á eins árs afmælisístertu dótturinnar fyrir fimmtán árum. Það er alltaf að borga sig að geyma smá ekki satt…

…síðan redduðum við einu og öðru, sem er bara fljótlegt að skella á borðið og er líka bragðgott…

…ostabakkar með antipesto og sultu og meððí – klassík…

…jólakaka, kanilsnúðar og brownies…

…boltarnir eru kleinuhringjakúlur sem syninum finnst eitthvað mesta lostgæti…

…síðan var bara að gera allt reddí fyrir smá piparkökuskreytingastöð fyrir lillurnar…

…smá smartís og auðvitað örlítið nammi til þess að stinga í munninn…

…ég fann þessi litlu piparkökuhús í Tiger, og kökulím til þess að festa þau saman, og mér finnst þau æði – sérstaklega þar sem dömurnar eru ekki með mikla þolinmæði í þetta verkefni…

…svo er auðvitað boðið upp á klassíkina og sódavatn er geggjað úr Bubliq-tækinu (fæst t.d. hér)

…svo var reyndar boðið upp á ómyndaðann graflax og ristað brauð, og það var að sjálfsögðu vinsælast. En þetta sýnir kannski að þetta þarf ekki að vera of flókið, og þið þurfið ekkert endilega að standa í eldhúsinu í fleiri klukkustundir fyrir svona hittinga – nema auðvitað þegar það er það sem þið kjósið að gera…

…svo er bara að skella sér í smá glimmerkjól…

…reyna að ná kallinum upp úr sófanum…

…taka á móti gestum og njóta!

Að lokum þessum skemmtilega degi, þá fékk eitt lítið piparkökuhús dvalarstað í eldhúsinu…

…afskaplega lítið og krúttað, ekki satt?


Vona að þið séuð að eiga ljúfa aðventu ♥ ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *