Afmælis…

…Rúmfó er að fagna 34 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni eru afslættir af ýmsum vöruflokkum og tilboð í gangi. Ég var að fletta í gegnum afmælisbæklinginn og langaði að týna saman svona það helsta sem ég hef verið að nota undanfarið og mæli í raun sérstaklega með. Svona samtýningur og í lokinn setti ég saman Boho-svefnherbergismoodboard sem einhverjir gætu haft gaman að skoða…

Athugið að allur feitletraður texti er hlekkur beint á vöruna!

Þið getið smellt hér til þess að skoða póst með þessum vörum og sjá þær uppstilltar!

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn, en allar vörur og uppsetning hans er valið af mér!

Mottur verða seint ofmetnar, þær geta breytt svo miklu og hér koma nokkrar af mínum uppáhalds og þær eru með 30% afslætti núna

Púðar eru auðveld leið til þess að poppa upp hvaða sófa eða rúm – svona örbreyting, og þeir eru líka með 30% afslætti!

Skoða alla púða – smella hér!

Bastið er alltaf fallegt og sérstaklega inn í haustið, þessar hérna eru báðar nýjar og í miklu uppáhaldi hjá mér!

Nýjir speglar og mjög spennandi! Sá gullitaði þykir mér æðislegur og þessi svarti gæti t.d. verið geggjaður við hjónarúm (svona svipuð uppsetning og ég er með).

Það eru komin alveg dásamleg ný barnarúmföt, þetta fyrsta er í mestu uppáhaldi en mér finnst þau öll æði!

Dásamleg sængurver fyrir stórar sængur líka!

Ég hef haft mikið dálæti á Taks skinnunum, snilld að hafa á bekk og geta bara hent þeim í vélina og nýju brúngrái liturinn finnst mér æði!

Vadehavet hægindastóllinn er ótrúlega flottur, þessi væri pörfekt í bóhó-fílinginn!

Ég er svo skotin í þessum borðstofustól, sjáið bara hvað bakið er fallegt!

Nokkrir aðrir sem mér finnst koma sterkir inn:

Nýja Karsson ljósið er hreint geggjað!

Það er líka extra flott að setja þau svona tvö saman!

Bleikt og bjútífúl í eldhúsið ♥

Þessi hérna ætti að fara inn í eldhúsið, þvottahúsið, skrifstofuna eða bara barnaherbergið – ekta fyrir skipulagið – húrra!

Tvær af mínum uppáhalds luktum, og báðar með 25% afsl!

Svo er það Bóhó moodboard-ið. Þetta er hugsað í hjónaherbergi og svona léttur fílingur yfir því. Ég er sjálf að láta mig dreyma um svona glerskáp inn í hjónaherbergið þar sem maður gæti stillt upp fallegum skóm og veskjum, jafnvel skartgripum. Það væri geggjað að koma stól inn í rýmið ef pláss leyfir. Það eru tvö ólík sængurver, þannig að bæði ganga upp inn með þessum hlutum. Fallegur bekkur, við enda rúms eða við vegg og með spegli fyrir ofan. Vasar og annað smálegt – allt til þess að skapa stemminguna inn í gordjöss svefnherbergi ♥

Vona að þið hafið haft gaman að þessu öllu, svo eru líka gjafaleikir í gangi inni á Facebook og á Instagram-síðu Rúmfó, þannig að ég mæli með að kíkja á það! Njótið helgarinnar ♥ ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *