Páskaskreytt heima…

…Páskarnir eru alveg í byrjun apríl í ár en ég rölti samt út í geymslu og sótti mér páskakassana núna á föstudaginn. Bara svona rétt til þess að kíkja þið vitið. Það er líka eins gott að skreyta bara örlítið fyrr, því að maður nennir auðvitað ekkert að vera að skreyta fyrir einhverja 4 daga. Setjum frekar fyrr upp og höfum gaman að.

Ég lít líka oft á páskaskrautið meira sem vorskraut, þið vitið svona vorboði og almennt leyfi ég því dóti að vera í einhvern tíma, eða bara þar til ég vil endilega losna við það. Í póstinum í dag erum við að skoða dásamlega páskaskrautið frá Húsgagnahöllinni, blandað frá því í ár og síðan í fyrra…

Pósturinn er unninn í samvinnu við Húsgagnahöllina, en allt sem er sýnt hér er valið af mér og eftir mínum smekk alfarið – eins og alltaf!

…stundum þarf nefnilega bara nokkra fallega hluti til þess að skapa páskastemminguna…

…og hvítu kanínurnar, hérarnir?, eru alveg hreint yndislegir. Þeir eru frá því í fyrra en fást líka í ár, og það eru líka til dömur í stíl…

…ég átti sjálf egg síðan í fyrra, en bætti við þessum hérna. Ég hef nú oft talað um hversu lítið gul ég er um páskana, en þessi mildi pastelguli – mér finnst hann svo fallegur…

…en uppáhaldið mitt er samt þessi með “brotna glerinu” og svo fjaðraskrautinu…

…og auðvitað kanína með hreiðrið sitt, það hljómar sennilega 🙂

…annað nýtt sem fékk að fylgja mér heim, voru þessi dásamlegu gylltu egg í tveimur stærðum, svoldið svona vintage fílingur í þeim…

…ég var eiginlega að elska þau með Kahler vasanum mínum ofan á arninum, og auðvitað ein lítil kanína með…

…ég sagði ykkur að gyllta skrautið var að heilla mikið, kertastjakar og kanínur jafnt…

…mig langaði að nota gyllta skrautið með Broste kökudiskunum frá Húsgagnahöllinni (eru ekki til núna nema í ljósu, en væntanlegir aftur). Þannig að ég er með könnu (líka frá HH) sem eru með Eucalyptusgreinum, svo eru bara stytturnar og súkkulaðiegg til skrauts. Ótrúlega einfalt…

…einfalt og að lokum bragðgott, þegar að eggin verða étin…

…athugið að bæða stjakarnir og kanínukertastjakinn er fyrir lítil kerti, en þau fást líka í Höllinni. Þau eru aðeins of mjó en ég setti bara smá snærisbút með og þá sitja þau pikkföst…

…svo fallegir þessir hérna stjakar…

…ég mæli líka með að skoða páskablaðið þeirra sem kom út um daginn, en það er fullt af innblæstri – sjá hér, smella

…þessi mynd er dásamleg – alveg til þess að fá mann til þess að fara að safna…

…og þessi egg þarna, þau eru að æra mig sko! Eins kanínuhausinn í kassanum, svo töff…

…það er líka frábært úrval á heimsíðunni og þið getið smellt beint HÉR til þess að skoða! Vona að þið eigið yndislegan sunnudag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *