Innlit í Nytjamarkað ABC…

…er núna á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og ég ákvað að kíkja í smá heimsókn. Það er alltaf gaman að fara í smá fjársjóðsleit og gá hvort að maður finni ekki einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa. Stutta svarið er nánast alltaf já.

Eins vil ég nefna að Nytjamarkaðurinn er mjög virkur á Instagram og setur inn mikið af myndum af því sem er í boði – smella hér til þess að skoða!

…það var ótrúlega mikið af spennandi og fallegum eldri munum þarna núna…

…ótrúlega fallegir og fínlegir litlir bollar…

…annað uppáhalds, alls konar fallegir diskar til þess að hengja á veggi…

…úúúúúú þessir fannst mér spennandi…

…risastór lukt sem býður upp á mikla möguleika…

…og litlir vasar eru alltaf hentugir, þessi glerlukt var líka ansi stór og verður hreint geggjaðir skuggar þegar kerti fer í hana…

…mikið af þessum gömlu klassísku styttum…

…svo eeeelska ég svona gamlar töskur, svo fallegar…

…og þessi fremsta heillaði mikið, en þetta er svona plötukassi…

…og það er langt síðan ég hef séð stell á markaði sem mig langaði jafn mikið í – mér finnst þetta æði! Svo fallegir litir, ótrúlega spes og bara dásamlegt…

…það er sko heldur betur til magn af alls konar styttum…

…gömlu púnsbollarnir eru alltaf fallegir…

…alls konar krúttaraleg smádýr til skrauts, þessar kanínur gætu orðið dásamlegar um páskana…

…þessi áldós var frekar stór og ég sé hana alveg fyrir mér í barnaherbergi til þess að geyma eitthvað ótrúlega spennandi…

…alls konar diskar og þessi litla kanna með vængjunum er í uppáhaldi hjá mér, en ég á svona sjálf…

…svo mikið af fallegum bollum og litlum könnum…

…hér er svona vegghilla sem gæti orðið sérstaklega skemmtileg með matarsóda-aðferðinni (sjá hér)

…fullt af alls konar glösum sem gæti verið skemmtilegur kostur t.d. fyrir brúðkaup, safna saman ólíkum glösum og nota til þess að dekka borð…

…það er líka búið að stækka við húsnæðið og enn meira af húsgögnum þarna núna. Sjáið t.d. þessa fallegu bastvöggu…

…ég hef alltaf jafn gaman af þessu rambi – vona að þið njótið líka vel og hafið gaman að 

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *