Forsmekkur að skrifstofu…

…það er alltaf svoleiðis, rýmin þjóna manni í x tíma en svo breytast aðstæður og þarfir, og þá er það eina rétta að aðlaga plássið að breytingunum. Svo var nú málið með skrifstofuna okkar, sem hafði þjónað okkur/mér með plikt og sóma síðan 2016 (smellið hér til þess að skoða gamla pósta). En síðan við fluttum inn í húsið okkar 2008 þá hefur þetta herbergi sem skrifstofa gengið núna í gegnum þrjár breytinar – 2012 – 2016 og svo núna!

www.skreytumhus.is-020
2016

Það sem við vorum að díla við núna, er auðvitað covid-ið og sú breyting að eiginmaðurinn er farinn að vinna heima. En herbergið var auðvitað gert almennt bara fyrir mig, og hefur verið mín vinnuaðstaða. Elsku þrjóskupúkinn minn vildi ekkert gera í þessi strax en loksins sannfærði ég hann – tók “bara” 10 mánuði 🙂 Þannig að ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum, og að vanda, kemur svo inn ítarlegur póstur þar sem farið er yfir hvað er hvaðan og hvernig þetta fór allt fram.

…við nýttum áfram sömu skápana, og sömu uppsetninguna fyrir borðið – með örlitlum tilfæringum…

…nýttum sömu hillurnar sem við DIY-uðum hérna um árið, en auðvitað með smá tilfæringum (smella hér til þess að skoða hillu-póstinn)

…eins og alltaf þá eru það líka þessir litlu hlutir sem gera svo mikið…

…elsku strákarnir okkar ♥…

…munurinn sem falleg motta gerir er allsvakalegur (og ekki horfa á snúruna sem á enn eftir að ganga frá almennilega)…

…og hér sjáið þið betri heildarmynd – og svo eins og áður sagði, fer yfir allt í pósti á morgun eða hinn ♥

…svo er ágætt að minna ykkur á afsláttarkóðann sem ég er með hjá Húsgagnahöllinni – sem er hus21 – og veitir ykkur 15% afslátt!

Smella hér til þess að skoða mottur!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *