Skrifstofan – hvað er hvaðan…

…förum yfir þetta léttilega, ástæða breytinga – þessi hér!
Þegar við sátum saman á skrifstofunni þá var eiginmaðurinn nánast sitjandi á öxlinni á mér, mjög skemmtilegt 🙂 Þannig að breytingar urðu að verða…

…stólarnir bara alveg hlið við hlið, ef ég ýtt mínum frá borðinu – þá rakst ég í stólinn hans. Ekki alveg eins og maður vill hafa það…

Athugið að ég er að vinna í samstarfi við Rúmfatalagerinn, Húsgagnahöllina og Slippfélaginu – en þessi póstur er ekki kostaður af þessum aðilum!

…ég var því ákveðin í því að taka niður vegghillurnar sem voru við hliðina á hurðinni, með því bættist við auka ca 50cm pláss….

…skápurinn var svo færður til, til þess að gera pláss fyrir annan stól – hér sést mátun í gangi sem sýnir að það er nóg pláss fyrir okkur bæði. Húrra!

…borðplatan kemur úr Ikea og er marmaraútlit á henni. Hún kemur í tveimur mismunandi stærðum, og við tókum þá stærri. Hér sést þegar við vorum að máta þetta aðeins inn…

…þegar að hillan fór niður þá þurfti að laga til vegginn – með því að sparstla í götin eftir festingarnar…

…þeir hjá Slippfélaginu bentu mér á þetta hérna sparstl, sem var mjög þægilegt að nota…

…og enn og aftur kom ljósið okkar í góðar þarfir – þetta er meiri snilldin…

…sparstlað og látið þorna, sparstlað aftur og svo pússað létt yfir með sandpappír. Svo bara að þurrka yfir vegginn með rökum klút…

…við þurftum því bara að mála vegginn sem hillurnar voru á. Þannig að það var bara einfaldlega skorið meðfram og svo málað. Þegar horft er á þessa mynd þá er eins og munurinn sé mikill, en það hvarf svo alveg þegar að málningin þornaði!

Þegar það er verið að mála svona til þess að laga eitthvað, þá er alveg möst að passa að mála alltaf að horni – sem sé ekki að byrja á miðjum vegg, eða bara mála bút – það þarf að gæta þess að skuggar og ljós vinni með okkur.

Herbergið er allt málað í Kózýgráum frá Slippfélaginu, úr litakortinu mínu.

…alveg magnað hvað það kemur mikið drasl þegar maður fer af stað í svona verkefni…

…duglegi meðhjálparinn minn…

…þegar við gerðum borðið okkar á sínum tíma, þá var það bæsað en ekki lakkað. Meðvituð ákvörðun en eins og sést þá var farið að sjá hressilega á því eftir mikla notkun og setu þarna í horninu…

…borðplatan í burtu, og við ákváðum að nota sömu uppsetninguna áfram, enda bara mjög svo hentug…

…algjörlega ómetanleg aðstoðin sem hann Moli veitir 🙂

…hann er til dæmis í því að prufa borðplötur og kanna hvað þær þola….

…farinn að koma smá svipur á þetta – farið að líkjast aftur notanlegu plássi…

…fyrst ætlaði ég að kaupa nýjar langar hvítar hillur, en eftir smástund þar sem ég starði inn í herbergið – þá vildi ég ná meiri hlýju aftur inn í rýmið og því varð úr að nýta bara sömu hillurnar og festingarnar.

Við vorum með tvær langar festingar á vegginum sem við tókum í tvennt, þannig að úr urðu 4 stangir sem fóru upp á vegginn…

…og þetta gefur mér líka smá svigrúm til þess að leika mér með uppsetninguna á hillunum…

…í svarta myrkri um miðja nótt varð ég auðvitað að smella af einni mynd…

…svona án þess að þetta sé alveg reddý…

…svo langaði mig í lampa á borðið, og ég var alveg ákveðin að hann yrði gylltur. Fann þennan hér í Bauhaus, finnst hann æðislegur – en hann var ekki hentugastur fyrir skrifstofu…

…síðan var það þessi hér úr Byko, og hann hentaði enn betur – þannig að úr varð að hann færi inn…

…svo þarf auðvitað redda einhverju á þessa veggi, ekki satt?

…ég var búin að sjá þessa hérna vegggrind í Söstrene, og var spennt fyrir að nota hana…

40013169-001

…þannig að auðvitað fór hún bara upp…

…en ég ákvað að nota bara eina af körfunum á hana….

…mér finnst alveg snilld að vera með stað fyrir veskið mitt þarna inni, annars hefur það alltaf verið á stöðugum þvælingi…

…á vegginum við gluggann datt mér í hug að nota þessar stangir úr eldhúsdeildinni í Ikea, Hultrap í brassi

HULTARP Container, white/brass-colour polished, 14x16 cm - IKEA

…og á þær setti ég líka körfurnar af grindinni frá Söstrene…

…sem mér finnst snilld fyrir meiköpp dót og annað slíkt sem ég vil gjarna hafa þarna…

…finnst snilld að geta hengt af mér hálsfestarnar og annað slíkt…

…eins og alltaf, þá eru hillurnar snilld til þess að fylla rýmið af persónuleika…

…bækur, ljósmyndir, listaverk og bara hvað sem þér þykir gaman að hafa fyrir augunum…

…það er í það minnsta aldrei skortur á dóti mínar hillur, bara svona almennt í lífinu…

…en ég viðkenni fúslega að allar plöntur eru gervi, nenni ómögulega vera að vökva…

…ólífutréð fékkst í Rúmfó á sínum tíma, og ég er ferlega ánægð með það þarna inni…

…borðið er líka grynnra undir glugganum núna, sem ég fíla vel – finnst þetta vera meira eins og svona gangaborð svona…

…svo er það motta – en það er nú alveg nauðsynlegt til þess að gera hlýleika þarna inni. Fyrst prufaði ég Ben Taube renning frá Húsgagnahöllinni – smella hér….

Ég var mjög skotin í honum, svona brúngrár og mjög hlýlegur…

…sá næsti sem fór ínn var Albani Grey renningur – smella hér. Það er eiginlega stórsmellið með þessar mottur að mér finnst þær allar passa vel þarna inn. Stundum horfi ég á einhverja mottu frammi og er viss um að hún gangi ekki – en þegar þær eru komnar inn – þá er allt að virka…

…en að lokum þá var það þessi hér sem varð fyrir valinu. Ben Silfur renningur – smella hér. Fyrir okkur var hann alveg passlegur, hann Ben okkar – ekki of ljós og ekki of bussí…

…og það er gott að minna á það að afsláttarkóðinn minn: hus21 er enn virkur fyrir motturnar hjá Húsgagnahöllinni og gefur 15% afslátt!

Smellið hér til þess að skoða allar motturnar!

…ég málaði líka skúffurnar og skáphurðarnar með málningunni sem ég hef notað svo oft áður. En eins og oft áður þá notaði ég svarta útimálninginu frá Slippfélaginu.  Það var ekkert pússað og ekkert grunnað, og ég fíla vel þetta grófa útlit sem málningin gefur, og ef það þarf að bæta við og laga – þá er það ekkert mál!

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001

…er mjög hrifin af þessari breytingu – einföld en áhrifarík…

…nú sitjum við ekki lengur svona í eini klessu, heldur sérlega dönnuð með lítinn siðgæðisvörð á milli okkar (hér fékk hann koll til þess að sitja á)…

…ég held að ég sé hérna búin að fara yfir allt það helsta – en ef það vakna spurningar, þá er alltaf hægt að skella þeim hér að neðan ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Skrifstofan – hvað er hvaðan…

  1. Kolbrún Gunnarsdóttir
    06.02.2021 at 10:33

    Flottar breytingar – eru gardínurnar frá Rúmfó?

  2. Anna Sigga
    28.02.2021 at 17:51

    Skrautblómin eru þau öllu úr rumfó ? og svörtu pottarnir sem þú er með undir þeim hvaðan koma þau ? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:31

      Þau eru flest frá Rúmfó og ef það eru svartir pottar, þá eru það bara plastpottarnir sem þau koma í!

  3. Íris
    02.03.2021 at 10:12

    Snillingur, virkilega flott

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *