Vetrarsól…

…janúar að klárast, svei mér þá! Það sem þessi tími líður nú alltaf eitthvað hratt. Næsti mánuður takk, og maður tók varla eftir að þessi var byrjaður…

…um seinustu helgi fórum við á antíkmarkaðinn á Akranesi – smella hér – og ef þið horfið á efri myndina, og síðan þá neðri – þá sjáið þið eina hlutinn sem koma með mér heim í þetta sinn…

…en jú, þessi dásamlega Maríustytta flutti inn – og jú fallegu kertastjakarnir eru frá Myrkstore.is (smella hér)

…svo er ég búin að vera að njóta þess að sólin er að færast örlítið hærra á loft og hversu fallega hún hefur skinið inn hér suma dagana…

…eru það ekki alltaf þessir litlu hlutir sem við eigum að njóta þess að taka eftir…

…sjáið bara hvað svona er nú fallegt, sólin að leika sér…

…og ég er enn að njóta þess í botn eftir að jólaskrautið fór og allt varð svona einfaldara, dásamlegt…

…það gefur manni alveg helling, eða í það minnsta mér…

…er greinilega í smá svona svart hvítum fíling þessa dagana líka…

…eins og þið sjáið þá er þetta rólyndispóstur…

…af því að ég veit að þið spyrjið, þá eru þetta gervihortensíur frá Pier í vasanum, og jú vasinn fallegi er frá Húsgagnahöllinni…

…sól og skuggar…

…svo langar mig líka að benda ykkur á að það er

gjafaleikur í gangi á Instagram – smellið hér til þess að taka þátt!

…annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi framundan – njótið ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *