Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…ég hef sagt það oft og mörgum sinnum, en einn af okkar uppáhalds bíltúrum er að rúlla upp á Akranesið. Keyra þar um, labba á Langasandi, fá sér Skútupylsu eða eitthvað góðgæti, og svo auðvitað að fara á Antíkmarkaðinn hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33

Opið laugardaga og sunnudaga frá kl.13-17.

…það má líka með sanni segja að Love is in the air á Akranesinu…

…markaðurinn er til húsa í bílskúrnum á Heiðarbrautinni og það er almennt opið á frídögum á milli kl. 13-17. Oftast nær stendur þessi hérna dama vaktina og lætur vita þegar opið er…

…samangrúbbað gamalt gler og kristall, fallegt…

…og þarna má alltaf finna þetta sem þig bráðvantar en þú vissir bara ekki að þig vantaði…

…dásamlegu Pínurnar, og sjávarbörnin og börn að leik…

…ég er svo mikið að elska þessi gömlu stell í hvítu og bláu, þau eru alltaf hvert öðru fallegra…

…þessi hérna er alveg gordjöss…

…svona eru líka alls konar skemmtilega vintage styttur…

…fallegu Iittala kertastjakarnir eru nánast alltaf til…

…og erfitt að finna meira úrval af Morsdag, Juleaften og öðrum slíkum diskum…

…úfffff sjáið þið könnuna…

…þetta stell fannst mér alveg ótrúlega heillandi, geggjað…

…sem og þetta hér, svo fallegir litir á blómunum…

…ef þið þekkið einhvern E – þá er snilldar gjöf!

…allar þessar fallegu gömlu styttur, B&G og co…

…stóll, púði og ljós – og nú langar mig að kíkja í körfuna þarna undir 🙂

…gordjöss…

…ótrúlega mikið úrval af gömlum leikföngum, nostalgía að skoða það vel…

…Björn Wiinblad diskar eru alltaf til, og margt fleira frá þessum frábæra listamanni…

…ef þið eruð að leita að einhverju inn í gömul stell, þá eru miklar líkur á að finna það þarna. Eða bara að finna gordjöss gamalt stell og fara að safna því…

…töff og tekk…

…svo má alls ekki gleyma að horfa upp í loftið og sjá öll fallegu vintage ljósin sem hanga þar…

…svo falleg glös…

…svo dásamlegir gömlu rammarnir með kúpta glerinu…

…og fallegt tekk skatthol…

…mæli endalaust með að fara í smá rúnt til hennar Kristbjargar – þarna er ALLTAF hægt að finna eitthvað fallegt, eitthvað bráðnauðsynlegt sem maður bara vissi ekki að manni vantaði!

Njótið helgarinnar! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *