Draumar geta ræst…

…meira að segja korter í jól 🙂  Stundum þarf maður ekki einu sinni að bíða fram á aðfangadag.
Ég er búin að vera að vakta auglýsingar á barnalandinu gamla og fylgjast með hvort að það komi einhver arinn inn til sölu.  Það hafa komið nokkrir en enginn sem að heillaði mig upp úr skónum, fyrr en um daginn – þá fékk ég að sjá mynd af þessari gersemi sem að núna stendur í stofunni hjá okkur.  
Mikið er ég þakklát elskulegu hjónunum sem að seldu okkur hann!
…ég verð líka að viðurkenna að spegillinn varð mjög hamingjusamur þegar að ég kynnti þessa tvö, og ég verð að viðurkenna að mér finnst þeir vera æðislegir saman!
…Það eru svona gelkrukkur til að nota innan í arininn, og þá heyrist snarka í eldinum, rétt eins og þegar “alvöru” eldur er.  Síðan er örugglega ekkert síðra að nota bara kerti innan í…
…hreindýrin eignuðust líka nýjan sess, og eiga þau betur heima þarna en í eldhúsinu 🙂

…á stofuborðinu stendur svo bakki með samansafni af kertum, kertastjökum og tveimur jólasveinum

…elskulegu, yndislegu Broste-sveinarnir mínir

…takið eftir að ég notaði perluprjón til þess að stinga væng aftan í kertið,
svoltið gaman að því  

…grey borðið var skilið eftir eitt og yfirgefið, en myndin sem hékk á veggnum er komin þarna til bráðabirgða.
En hvað, hverjir eru kátir með arininn???  Ééééééééég 🙂
ps. Hjördís, lofa að setja inn myndir úr herbergi heimasætunnar fyrir jól!

11 comments for “Draumar geta ræst…

  1. 22.12.2011 at 11:27

    ómæ arininn er geggjaður 🙂
    til lukku með hann

  2. Anonymous
    22.12.2011 at 11:31

    Geggjaður arinn!Það verður kósý hjá ykkur um jólin hjá ykkur.

    Kv.Hjördís

  3. 22.12.2011 at 12:08

    Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  4. 22.12.2011 at 12:15

    Arininn er dásamlegur. Það er einmitt arinn á óskalistanum mínum líka ég hef janfnvel verið að spá í að smíða mér einn en veit ekki hvort ég nenni því kannski einhvertíman seinna hver veit hvða nýtt ár ber í skauti sér:)
    Þú er algjör skreytinga snillingur það er allt svo fallegt sem þú gerir og gaman það fá að skoða það
    kveðja Adda

  5. Anonymous
    22.12.2011 at 12:52

    Svona arinn er sko sannarlega ofarlega á óskalistanum mínu. Þetta er glæsilegt hjá þér.
    Gleðileg jól til þín og þinna og kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að fylgjast með frábærri síðu.

  6. Anonymous
    22.12.2011 at 14:03

    ohhh elska líka arinn, finnst þeir svo ótrúlega kósý… æðislega fallegt hjá þér eins og vanalega 🙂
    Jólakveðja
    Svala (sem kíkir alltaf á síðuna en gleymi alltaf að kommenta :))

  7. Anonymous
    22.12.2011 at 14:43

    ohhhh þetta er alltof kósý !!!
    vá hvað þetta er flott hjá þér .. þú ert algjör snillingur 🙂

    p.s var að koma úr ferð frá Boston og burðaðist með heim svona safadúnka eins og þú vars með í afmæli stráksins – þú ert búin að gera mig gjörsamlega veika meðþví að lesa þetta fallega blogg !!

    kv. Sara Björk

  8. Anonymous
    22.12.2011 at 22:52

    Ég vissi að hann nyti sín betur hjá ykkur. Verði ykkur að góðu og gleðilega hátíð :o)
    Kv. Halldóra

  9. Anonymous
    23.12.2011 at 10:43

    Æðislega kósý! Þetta er einmitt það sem mig langar svo mikið í. Veistu nokkuð hvar svona fínerí fæst keypt?
    Jólakveðja, Svala (ekki sú sama og kommenteraði hér fyrir ofan, en kíki örugglega jafn oft og kommenta stundum!)

  10. 23.12.2011 at 11:08

    Takk fyrir allar saman!

    Sara, þú bara sendir mér gsm-inn þinn svo ég get örugglea nýtt mér safadúnkana þína…hohoho 🙂

    Svala, svona arnar fást í Húsgagnahöllinni, er svo er snilld að fylgjast með er.is, fullt af dóti sem fer þar í gegn!

    *jólaknúsar

  11. Anonymous
    27.12.2011 at 12:28

    Glæsilegur arinn!! Svo fallegt og jóló hjá þér elsku Soffía.
    Knúsar frá okkur,
    Helena og co 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *