Hýasintuskreyting og krans – myndbönd…

…á gerði í gær nokkur myndbönd fyrir Instagram þar sem ég sýndi einfaldar skreytingar sem ættu að vera að allra færi. Þetta er eitthvað sem er auðveld að breyta eftir smekk og aðlaga þannig að þetta sé pörfektó fyrir þig og þína…

…fyrir hýaasintuna þurfið þið í lát að eigin vali, það gæti verið skál eða glas eða bara hvað sem þú vilt nota. Hreindýramosinn, glimmer og dass af snjó, skraut að eiginvali.
Mest allt efnið sem ég nota hér kemur frá Byko!

…hér sjáið þið síðan myndbandið fyrir hýasintunar…

…og útkoman er síðan hér, en þið látið svo bara hugann reika til þess að fá þá útkomu sem þið viljið sjálfar.
Þess ber að geta að það er hægt að úða bara skreytinguna til þess að vökva hana, nú eða setja smá vatn í botninn á henni. Bara gæta þess að láta laukinn ekki standa í vatni, því þá fúnar hann. Sjálfri hefur mér ekki þótt þurfa að vökva þær mikið þar sem laukurinn geymir forða sem dugar í þennan tíma sem þær standa…

…svo hafa velúr og flaueliskransarnir verið mjög vinsælir og ég gerði ofureinfalda útgáfu af honum…

…athugið að myndbandið er í tveimur hlutum vegna stærðar…

…vona að þetta veiti ykkur innblástur til þess að prufa ykkur áfram, og ef þið hafið einhverjar spurningar, þá er bara að skjóta þeim að hér fyrir neðan!

Annars segi ég bara njótið þessa þriðja sunnudags í desember ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *