Jóló innlit í Byko…

…ekki seinna vænna en að taka smá jóló innlit í Byko í Breiddinni, svona í jólaskreyingar og jólagjafapælingum. Að gefnu tilefni er Byko með auglýsingu hérna á síðunni, en þessi póstur og allt efni hans er unnið og valið af mér, og af mínu frumkvæði og ekki kostaður sérstaklega!

…fyrst ber að geta þess að það er allt komið til þess að gera skreytingar, hýasintur í öllum litum, jólastjörnur, mosi, greni og allt hitt líka. Svo er hægt að kaupa grenigreinar, bæði óskreyttar og svo líka skreytta leiðisgreinar…

…svo fannst mér líka vert að minna alla á reyksynjara og að fara yfir þá heima hjá ykkur…

…geggjað límið sem ég sýndi í þáttunum mínum…

…það er greinilegt að jólasveinar geta farið bara beint í Byko og reddað málunum…

…Hvolpasveitarfígurur og úr, og helling af Frozen…

…það var líka mikið úrval af rafmagnatækjum og öðru slíku, tilvalið í jólapakkana…

…það eru líka til geggjuð rafmagnshlaupahjól…

…og ef þið hafið ekki enn fundið gjöf fyrir krakkana eða barnabörnin ykkar, þá virðast allir krakkar á aldrinum 3ja-17ára (að minnsta kosti) þrá Led-ljósaborðana. En þeir eru seldir í rúllum og líka í metravís…

…frábær leið til þess að breyta ljósi eða lampa, kaupa fallegar skrautperur…

…svo ef þið eigið eftir að fá ykkur jólatré, þá eru íslensku stafafururnar alveg hreint dásamlega fallegar…

…og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér fannst þetta skemmtilegt skilti…

…úrvalið er alveg hreint geggjað…

…sérlega grönn, en mjög töff hreindýr…

…þessir hérna bakkar eru komnir aftur…

…allt hérna er að heilla mig – stjörnur, tré og hús – dásamlegt…

…mikið af fallegri gjafa/skrautvöru…

…þessar ljósastjörnur voru allar að heilla – það var bara erfitt að reyna að velja á milli…

…fyrir ykkur sem eruð með jólaþorpinu þá eru fallegur Lemax vörurnar núna með 20% afslætti og úrvalið er þvílíkt…

…alls konar til þess að gera skreytingar, velúr í kransa, gervisnjór og glimmar og fullt fleira…

…kann að meta hvað það er mikið af fallegu ljósaskrauti, sem þarf ekki að einskorðast við jólin…

…ég vil líka benda ykkur á að Jólagjafahandbók Byko er komin út á netinu og þá er hægt að versla allt í gegnum vefverslun – snilldar kostur!
Smella hér til þess að skoða!

…ég ætla líka að reyna vera með sýnikennslu í dag eða á morgun á Instagram, þannig að endilega fylgist með þar:
https://www.instagram.com/skreytum_hus/

Njótið helgarinnar og endilega jólist smávegis ♥♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *