Moktóber…

…jæja þá! Þið munið kannski þarna í ágústlok þegar ég var að vesinast fram og til baka með mottur í stofunni. Smella hér!

Átti ég að taka dekkri eða ljósari, ljósari eða dekkri.
Að lokum ákvað ég að taka þá dökku, mér fannst hún æði…

Athugið að pósturinn er unninn í samvinnu við Húsgagnahöllina og ég er með afsláttarkóða fyrir ykkur (sjá neðst í pósti)!

…þessi dökka var aðeins út fyrir minn þægindaramma, og ég reyni nú iðulega að láta reyna örlítið á hann – svona rétt til þess að víkka rammann aðeins svona…

…en eins falleg og mottan er, þá var bara eitthvað of við hana fyrir mig. Þá meina ég sko bara fyrir mig, mottan er ÆÐI – og mér finnst hún endalaust falleg – þess vegna valdi ég hana. En það var eitthvað við að vera með svona mikið svart sem var ekki að virka fyrir mig, og ég fann bara að ég fílaði ekki stofuna lengur…

…þá er bara að sætta sig við það, skipta út dökku Avenue fyrir Aruba silver sem var að heilla mig á sínum tíma…

…og váááá – sko þetta var eins og að fara út nælonsokkabuxum eftir langan dag – mér fannst ég bara geta andað aftur…

…það var svo mikill munur að fá mildu litina þarna inn, og gráu tónana í staðinn fyrir þessa svörtu – húrra…

…ég svissaði líka aðeins út púðum og svona, bara til þess að tóna þetta allt saman…

…og ég elska þetta, vá hvað þetta á betur við mig á allan hátt…

…og hvað þetta passar betur inn í rýmið mitt, eins og ég vil hafa það…

…bakkaborðin að njóta sín vel…

…og þegar ég skipti um áklæði á sófunum, þá á þessi eftir að virka fínt við…

…mér finnst alltaf fínt að deila þessari mynd með svona mottupóstum…

…mér fannst best af öllu þegar ég spurði eiginmanninn hvað honum finndist og hann sá bara alls engan mun á mottunum 🙂

Engan mun sko!

…svo þegar mér bárust einhver skilaboð um að það sæist enginn verulegur munur, þá ákvað ég að sýna þessar myndir – teknar í dagsbirtu…

…sýna svo vel að þetta er nánast svart og hvítt sko!

…svarta – gamla mottan / ljósa – nýja mottan…

…ég er í það minnsta alsæl…

…og það er Moli líka…

Næstu vikur verður virkur afsláttarkóði inni á vefverslun Húsgagnahallarinnar, og ef þið setjið inn kóðann: Hus20 þá fáið þið 15% afslátt af þessum fallegu mottum sem fást í alls konar litum! Smella hér til þess að skoða.

…njótið dagsins og takk fyrir að skoða ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *