Mottur og afsláttarkóði…

…eins og ég hef minnst á í póstum undanfarið þá er ég búin að vera að leita að mottu inn í stofu hjá okkur. Ég breyti nú alltaf reglulega út, og þegar ég tók mottuna úr stofunni okkar snemma í vor, þá skellti ég henni inn í hjónaherbergi og er bara mjög ánægð með hana þar! Þá vantar nýja í stofuna – og sérstaklega þar sem ég er komin með púða í svörtu og hvítu núna!

Ég fór í Húsgagnahöllina og skoðaði fallegu Nirmal motturnar sem voru að koma aftur til þeirra, til í mörgum stærðum og gerðum, og á alveg frábæru verði. Í samvinnu við Húsgagnahöllina þá er ég með afsláttarkóða fyrir ykkur (sjá neðst í pósti) og ætla að sýna ykkur nokkrar mottur sem voru að heilla og fóru í mátun hérna heima…

…kona komin með mottur heim og búin að rúlla þeim aaaaaaaðeins út, þið vitið bara svona rétt til þess að skoða!

…en eins og sést þá var mig farið að bráðvanta mottu…

…fyrsta mottan sem ég mátaði heitir Aruba Svört. Alveg hreint dásamlega falleg, svört og með svona út í brúnt í mynstrinu, svo hlýleg og geggjuð…

…og ég er alveg á því að með því að vera með stærri mottu þá virkar rýmið stærra, þannig að það er eitthvað sem er sniðugt að hafa í huga…

…finnst þessi mynd alltaf lýsa þessu svo vel…

…næsta motta er þessu hér: Avenue Grá. Aftur, alveg hreint dásamlega falleg, passaði í raun betur en ég átti von á – en samt, þá fannst mér hún of grá miðað við hvernig stofan er núna. Sérstaklega þegar ég sé fyrir mér gráa áklæðið á sófanum…

…svo er það þessi: Aruba Silver. Jeminn mér finnst þessi svo falleg, og því meira sem ég horfi á myndirnar því hrifnari verð ég af henni! Ljósgrá og svo hlýlegur litur á henni…

…ég væri sko vel í að nota þessa en hún minnir mig mikið á mottu sem á ég fyrir, en þó eru litatónarnir í henni að passa mikið betur við sófann og púðana, meira af svörtu með en gráu…

…svo að lokum: Avenue grá/svört.

…það sem er sniðugt við þessar er að þær eru örlítið dekkri öðru megin, en ljósari hinum megin sem býður upp á sniðuga möguleika…

…þessi hér er að heilla mig mjög mikið, dekkri kanturinn er að virka svo vel og gerir hana meira afgerandi en þessi ljósari…

…þegar ég skellti bakkaborðunum okkar á, þá varð ég enn meira ánægð…

…miklar pælingar í gangi og hér sjáið þið ljósari og dekkri saman…

…klæðir Molann líka svo vel 🙂

Næstu vikur verður virkur afsláttarkóði inni á vefverslun Húsgagnahallarinnar, og ef þið setjið inn kóðann: Hus20 þá fáið þið 15% afslátt af þessum fallegu mottun!

Afsláttur ekki lengur í gildi!

…svo er spurningin hvað ykkur finnst?
Ég veit hver er að heilla mig meira, og helst langar mig bara að eiga báðar – en hvora myndir þú velja?

…Njótið helgarinnar og takk fyrir að skoða ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

9 comments for “Mottur og afsláttarkóði…

  1. Bára
    29.08.2020 at 08:36

    Þær eru allar æðislegar en ég hallast mest að þessari fyrstu fyrir þitt rými. Smá brúnt í henni kallar á hlutina með brúnu tónunum.

  2. Anonymous
    29.08.2020 at 09:20

    Báðar 🤣 nei þessi dökka passar vel við allt hjá þér 😉 taktu dökku👍

    Mig vantar líka mottu en vil hafa liti🤷‍♀️þarf eitthvað til að hressa við rýmið…mættir búa til svoleiðis póst líka. Ekkert öfga neitt, bara dembað en samt liti.😁🤭😇

    Kv ein að norðan 😁

  3. Kristín
    30.08.2020 at 19:41

    Æði! En gaman að lesa þennan póst og að fá að sjá myndir af þeim til að bera saman 🙂 Ég á svo sannarlega eftir að nýta mér þennan afsláttarkóða! En mig langar þá til að spyrja þig með hverju þú myndir mæla, því nú bý ég út á landi og kem ekki til með að geta skoðað nánar. Ég er með bæði svartan sófa og stóla & liturinn á veggnum er skreytum hús liturinn frá slippfélaginu – gætiru skotið á mig útfrá þessum litlu upplýsingum hvaða mottu þú myndir kjósa ? 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.09.2020 at 02:20

      Út frá þessu, þá myndi ég halda að fyrsta mottan væri falleg:

      “fyrsta mottan sem ég mátaði heitir Aruba Svört. Alveg hreint dásamlega falleg, svört og með svona út í brúnt í mynstrinu, svo hlýleg og geggjuð.”

      Bæði svart og út í svona brún/beisað og það ætti að vera pörfekt!

  4. Heiðbjört Unnur
    09.10.2020 at 08:49

    Dekkri kannturinn fær mitt atkvæði hjá þér 🙂

    En hvað myndir þú segja að passaði betur með svörtum sófa og svörtum húsgögnum :)?

  5. Kristjana Guðmundsdóttir
    02.11.2021 at 12:33

    Hvernig notar maður afsláttarkóðann, get ég notað hann í búðinni eða bara ef ég panta á netinu ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2021 at 03:47

      Þetta er útrunnið – því miður!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *