Baðherbergið – upplyfting…

…það eru núna komin 10 ár síðan við fluttum inn í húsið okkar.  Við settum upp einfalda innréttingu á baðinu frá Ikea, enda var þetta í hruninu og Guð var að blessa Ísland og allt í volli.  Við vissum ekki næstu skref, og fetuðum okkur því rólega áfram.  Tókum engu óðslega.
Innréttingin hefur alveg staðið sína plikt með ágætum en við vorum alltaf með bakvið eyrað að skipta henni út.  Eins var aðeins farinn að bólgna hliðin sem sneri að baðkarinu, eftir mikið busl hjá baðbörnunum okkar tveimur á undanförnum 10 árum. Svo um daginn, þegar við fengum Hönnun og skart til þess að filma fataskápinn (sjá hér) þá datt mér í hug að fá þau bara til þess að filma innréttinguna líka. Til þess að gefa henni framhaldslíf í smá tíma.
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er í samstarfi við!
Þannig að svona var hún fyrir…

Hér er síðan eftir…

…það sem þurfti að filma var eins og sést hér, hliðarnar og hurðarnar…

…og ég ákvað strax að kippa af skápunum höldurnar…

…og hér er ferlið í gangi, og eins og þið sjáið – þá eru kantarnir allir filmaðir á skápunum, þannig að það sést ekkert í hvítt þegar hurðarnar eru á (og já þarna er alls konar draslerí í skápum 🙂 )…

…mjög snyrtilega frá þessu gengið…

…og ég verð að segja að ég er alsæl með útkomuna – að gefa þessari innréttingu smá framhaldslíf…

…hliðarnar á stóra skápnum eru að gefa þessu mikinn svip, því að vaskurinn er svo hvítur og stór að það var gott að brjóta aðeins upp með svörtu…

…þetta er svona svört filma með viðaráferð, kemur ótrúlega vel út…

…eins fékk ég mér eins höldur og við vorum með, nema í svörtu – þar sem ég fíla vel að geta haft handklæðin hangandi þarna á…

…síðan fékk ég mér nokkur ný gestahandklæði í Rúmfó, og ákvað að vera svakalega villt og fara í smá bleika tóna með þessu svarta…

…ég er líka mjög hrifinn af speglinum, og mynstrinu á honum…

…en ég var með gamlan spegil sem ég spreyjaði svartann í haust, en svo langaði mig meira í glansandi áferð, og þessi er örlítið stærri. Hann heitir Maribo og fæst hér, ef þið viljið kíkja…

…síðan tók ég eftir að alveg óvart var ég komin með sjampó og næringu í stíl við bleika litinn – en ég svarið það, þetta var alveg óvart 🙂

…handklæðin heita Blombacka og fást hér, og bleika stóra Stidsvig er sömuleiðis hér. Ofsalega fallegir litir á þessum handklæðum…..

…svo eins og vanalega er ég bara með hitt og þetta á skrauthillunni…

…blóma/kertastandurinn var keyptur á Spáni…

…glerkrukkurnar eru á sínum stað með eyrnapinnum og bómul…

…þar sem ég er í þessu samstarfi með Hönnun og skart, þá ætla þau að vera svo yndisleg að bjóða ykkur 15% afslátt ef þið bókið fyrir 1.nóvember.  Þið gerið það með því að fara inn á Facebook þeirra og senda þeim skilaboð.  Þið biðjið um tilboð og bókið svo tíma, og biðjið bara um SkreytumHús-afsláttinn.
https://www.facebook.com/honnunogskart/
Góða helgi elsku bestu ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Baðherbergið – upplyfting…

  1. Margrét Helga
    29.10.2018 at 10:36

    Kemur hrikalega vel út! Hlakka til að græja mitt baðherbergi við tækifæri (það verður líklega samt aðeins meiri vinna…brjóta flísar, laga pípulögn og fleira skemmtilegt…. 😉

  2. erla
    05.11.2018 at 20:37

    Kemur vel út, spurning um að splæsa svörtu spreyi á spegilinn… nei ég segji nú bara svona 🙂

  3. María
    10.11.2018 at 17:39

    Hahhahah þú ert yndi meira að segja sjampóbrúsarnir eru í stíl við handklæðin <3

  4. Þórunn
    17.03.2019 at 19:16

    Sæl, baðherbergið hjá mér þarnast upplyftingar og er ég búin að vera skoða það að plasta innréttinguna eða mála. Hvort heldurðu að sé endingabetra? Kannski meiri vinna að pússa, grunna og lakka…… var að hugsa um að gera þetta sjálf 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.03.2019 at 15:03

      Það fer mikið eftir hvernig umgengni er um baðið held ég. Við létum filma og ég er mjög ánægð með það, en það er eflaust svolítið mikil vinna að pússa upp og grunna og mála og lakka. Þannig að ég hugsa að ég myndi bara filma, það er einfaldari lausn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *