Uppraðanir í Rúmfó – haustið…

…í gær fór ég í Rúmfó á Smáratorgi og setti upp hjá þeim tvö svæði. Annars vegar uppi í húsgögnunum á efri hæðinni: þar er stofa og borðstofa saman, og hins vegar í anddyrinu sem var verið að setja upp. Ég tók að sjálfsögðu slatta af myndum og deili þeim hér með ykkur!

Byrjum á efri hæðinni…

…ég var að sjálfsögðu mjög spennt fyrir þeirri staðreynd að það er kominn bekkur við New York-borðið, ferlega flott saman…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is088-2020-09-11-18.04.342-Copy.jpg

…og ég var í haustfíling á efri hæðinni og fannst alveg kjörið að nota dökkgrænu flauelstólana með – þeir eru svo flottir!

…mér fannst líka þessir bollar vera ferlega retró og töff…

…sófarnir sem ég valdi inn heita Egedal og hafa verið til áður, en þetta er ný útgáfa af þeim. Nýtt áklæði og það sem er að heilla, nýir fætur…

…en svartir með gylltum enda – svo mikið flottir…

…eins og alltaf, ég elska að setja saman svona borð og skemmla og alls konar. Þannig að hér setti ég saman tvo nýja hluti, borð og þennan skemil í gulgylltum lit…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is093-2020-09-11-18.05.032.jpg

…það er líka kominn sjónvarpsskápur í stíl við borðstofuborðið…

… og í borðstofunni eru tveir glerskápar, svo flottir. Ég valdi að setja svo skápa því að mér fannst það passa betur við hlutföllin á borðinu…

…öðru megin í anddyrinu leyfði ég mér að vera sérlega bleik og rómantísk. Bleikur og grár saman er alltaf einstaklega fallegur…

…eins eru þessir bleiku flauelsstólar með þeim fallegri sem ég hef séð. Sérstaklega fallegt að para þeim með svarta hringborðinu…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is049-2020-09-11-17.41.162.jpg

…ég hef alltaf gaman af því að hafa eitthvað fyrir minni krakkana inni í stofunum, og þessi ísbjörn (það er líka til fíll í gráu) – hann sómir sér vel í hvaða stofu sem er. Nú eða bara í barnaherberginu…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is099-2020-09-11-18.07.062.jpg

…svo má ekki gleyma fallegum bleikum fylgihlutum, púðum, teppum og öðru slíku…

…ég veit ekki með ykkur, en ég er fíla bleiku deildina sko…

…hvað finnst ykkur?

…dásamlega rúmgrindin, sem var til í bleiku, var að koma núna í gráu líka – ég er ekki viss um að ég geti valið hvor er fallegri. Þær eru bara báðar betri…

…svo er það bláa deildin 😉

…þar er fremstur í flokki þessi nýi stóll, en það er svona 60s fílingur í honum, svo flottur. Þess ber að geta að hann er svartur á lit, þó að hann virki frekar blár á þessari mynd!

…ég hlakka líka mikið til að við klárum vegginn, og setjum upp það sem á að fara á bakvið…

…þessi hilla þykir mér æðisleg, og hún kom líka stærri. Fallegu bláu sessurnar eru líka til í gráum lit…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is116-2020-09-11-18.10.432.jpg

…meðal þess sem var að koma nýtt var Ebberup bekkurinn í bláu, hann er æði…

…ég er svo að fíla lappirnar svona í svörtu, sörpræs sörpræs…

…þessi hilla er æðisleg fyrir kaffibarinn á eldhúsbekknum…

…og þessi hérna blómagrind, í gylltu – svo mikið skotin…

…er að fíla þetta saman…

Vona að þið hafið haft gaman að þessari samantekt – njótið helgarinnar ♥

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is088-2020-09-11-18.04.342-Copy.jpg

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Uppraðanir í Rúmfó – haustið…

  1. Annasigga.
    12.09.2020 at 08:25

    Margt flott þarna😊 er bara skúffuð yfir því að Ragnars-hilla fæst ekki á Akureyri..langar að skipta út brúnum bekk yfir í bláan þá er kominn smá still í stofuna mína …. takk fyrir póstinn þinn soffía🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *