Rúmfóbásinn á AHS…

…mig langaði að setja inn póst með nokkrum myndum frá básnum sem ég gerði með Rúmfó fyrir Amazing Home Show.  Pósturinn er fullur af hlekkjum á hlutina sem ég notaði fyrir básinn, ef einhver hefur hug á að skoða þetta nánar – þið smellið bara á nafnið ef það er feitletrað.

Við notuðum SASKIA glerborð með eikarfótum sem mér finnst alveg ferlega flott…

Þessi póstur er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn…

…og með borðinu notuðum við AJSTRUP stólana, ferlega flottir og fallega koníakslitaðir… …mottan heitir VINTAGE og það eru til nokkrar týpur og stærðir…

…á borðinu var bland í poka, en mest í nýju MOLLY línunni sem er alveg ferlega smart, sé þetta fyrir mér á pallinn eða í útileguna…

…og það er alltaf svo flott að blanda tré með, og þetta OSTABRETTI er alveg ferlega töff…

…séð yfir í “stofuna” 😉

…blessuð sólin elskar allt…

…hér koma fleiri uppáhalds hlutir.  Þessi bekkur kom núna í sumarvörunum, hann heitir  HALLKEVAD og er ferlega flottur…

…púðarnir er líka í tveimur stærðum, eins og sést, ég fann reyndar bara þann minni á heimasíðunni, en það er hægt að skoða hann hér

…hillunar heita ASAA og mér finnst þær alveg snilld.  Það er hægt að raða þeim saman á ýmsa máta.  Þær geta staflast ofan á hvor aðra, það eru festingar með.  Endalaust hægt að leika sér með þetta…

…myndina fann ég ekki á síðunni, en þær kosta um 1500kr og eru ótrúlega fallegar á veggi. Það þarf að gæta þess að það þarf að taka plast af “glerinu” báðum megin.  Potturinn heitir MINA og er súper töff…

…yfir sófanum bjó ég til “listaverk” úr speglum.  Þetta er einfalt en skemmtilegt, auðveld leið til þess að breyta rými og gefa því vídd.  Auk þess sem að listaverkið breytist endalaust eftir því hvað, eða hver speglast í því.

Blómaspegillinn heitir KUBU.
Kriglótti heitir SALLERUP.
Sá litli svarti heitir VIRGINA.

…húsaluktinn heitir FERDINAND

…fleiri flottir hengipottar RANKA – og þessir koma í tveimur stærðum…

…sófinn var alveg feikilega þægilegur og heitir HAZEL

…mottan er í miklu uppáhaldi, hún er reyndað að mér skilst uppselt, en er væntanleg aftur.  Hún heitir AKSFRYTLE

…svo voru það borðin/kollarnir, sem að allir og amma þeirra spurðu um.  Þeir heita VANN og eru líka uppseldir, en væntanlegir…

…þetta er sem sé hugsað sem útikollar en mér finnst þeir æði inni – sé þá t.d. alveg fyrir mér forstofu fyrir rassa á meðan skór eru reimaðir…

…glerborðið er hluti af setti, tvo saman, og heita ORDRUP

…þessi vasi heitir GRETA og er í raun lukt – en virkar svona líka fínt sem blómavasi…

…glerkúplarnir finnast HÉR

…svo er gaman að blanda saman vösum og blómapottum…

…fallegir púðar gera síðan endalaust mikið fyrir öll rými og fyrir alla þá sem spurðu, þá er liturinn á veggnum Kózýgrái SkreytumHús-liturinn frá Slippfélaginu

…svo var það hitt borðið okkar, það heitir GADESKOV og er með rosalega fallegum svörtum fótum – virkilega töff.  Við það notuðum við síðan rustic útgáfuna af AJSTRUP, hann er kallaður brúnn, en er meira svona brúngrár á litinn…

…löberarnir heita ERTEVIKKE, og koma í tveimur litum…

…og stellið sem heillaði alla upp úr skónum er TARA

…ofsalega fallegt og mikið sumar í því…

…eins er hægt að finna KARÖFLUNA hér…

…svo fallegt…

…svona SEAN sigti eru síðan fyrirtaks sumarskálar, fyrir ávextina…

STOOL bambuskollarnir eru líka ferlega sætir…

…í hinum helmingi bássins voru síðan rúmin og það sem þeim tengist…

…við settum samt smá púða og punt með því líka…

…bara til þess að gefa smá innblástur…

…t.d. er þessi bekkur æðislegur, EGEDAL

…stóra luktin heitir HAVLIRE

…og þessir geggjuðu blómastandar heita DUGG

…stærra húsið er TORKILD

…og þá flest allt upptalið.  Ef það er eitthvað sem þið fenguð ekki svör við, þá má alveg skrifa athugasemd hérna undir og ég mun gera mitt besta að leita svara.

Þær vörur sem ekki eru lengur til, veit ég að eru flestar væntanlegar og ætla að reyna að leyfa ykkur að fylgjast með þegar þær koma.

Annars segi ég bara takk fyrir komuna, þið sem mættuð, takk fyrir öll fallegu orðin og faðmlögin, þið eruð yndislegar allar saman ♥ góða helgi ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Rúmfóbásinn á AHS…

  1. Margrét Helga
    08.06.2017 at 14:18

    Hefði svo verið til í að koma, kíkja í básinn og fá knús <3 Það verður bara að bíða betri tíma…en vá hvað það er margt þarna sem mig langar í!!! Bláa og hvíta matarstellið og bollarnir eru svo mikið minn stíll! 🙂

  2. Anonymous
    26.07.2022 at 17:05

    Frábært blogg hjá þér.Vildi frekar hafa textann fyrir neðan myndirnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *