Haustið í Byko…

…það er algjörlega hluti af haustinu hjá mér að fá mér nokkrar Erikur og annað haustlyng til þess að skreyta með, bæði innanhús og utan. Þetta er hið fullkomna mipstig á milli sumars og svo vetrar- og jólaskreytinga.
Þannig að ég brá mér í leiðangur í Byko í Breiddinni til þess að kanna hvað væri til…

Póstur þessi er unninn í samvinnu við Byko en allar vörur eru valdar af mér!

…það er eitthvað svo einstaklega fallegt við litadýrðina sem fylgir haustlynginu…

…mér fannst vera komið mikið af skemmtilegum blómastöndum, eins og þessir…

…og þessi spegill – luvs…

…blómakassar í fallegum litum, litir sætir vasar og þessi lampi er dásemd…

…ég var líka ferlega skotin í þessum stöndum. Sé þá fyrir mér fyrir blóm og skreytingar, fyrir kerti nú eða bara fyrir olíur og svoleiðis í eldhúsið…

…spennandi ljós…

…og þessir hér, þeir voru sko að heilla…

…alltaf eitthvað fallegt í eldhúsdeildinni…

…en færum okkur heim til mín – þetta eru erikurnar sem ég tók með mér heim…

…og af því að ég ræð ekki við mig, þá fékk þetta líka að koma með 🙂

…ég bara elska svona. Sjáið bara hvað kertin verða falleg svona við spegilinn…

…speglar gera líka alltaf svo mikið fyrir rými – líka svona litlir…

….gullpottarnir fannst mér líka dásemd! Ég ákvað að nota bleiku erikurnar úti, en þær hvítu og græna lyngið fékk að koma með inn. Hér notaði ég gullpottana fyrir þetta…

…en ég prufaði þetta líka fyrir monsteruna og hann kemur svo fallega út…

…nú og önnur lausn er að nota þetta bara fyrir kubbakertin, sem kemur líka svo flott út…

…og enn fallegra á borðinu þegar að blómin fá að vera með…

…svo nota ég þessar bleiku fyrir utan hús…

…finnst þær alltaf passa svo vel, skipti út sumarblómum fyrir lyngið…

…finnst alltaf jafn gaman af svona litlum tilfæringum…

…og þessir stjakar heilla mig svo mjög, komu líka fyrir sprittkerti…

…og einnig gullpottarnir, því að það er alltaf gaman að vera með hluti sem er hægt að nota á fleiri vegu en einn…

…vona að þetta veiti ykkur einhvern innblástur – svona til almennra haustskreytinga

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Haustið í Byko…

  1. Erna P Kragh
    11.09.2020 at 16:36

    Alltaf fallegur pósturinn frá þér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *