Dásamlega falleg og þægileg…

…ég verð nú bara að nota tækifærið og segja ykkur frá dásamlegum rúmfötum sem ég fékk mér í Rúmfó núna í vetur. Ég ákvað að hinkra við með að deila þessu, því ég vildi ná að nota þau og þvo þau og fá góða reynslu fyrst. Nú get ég því líka mælt með þeim og talað af reynslu – og bónusinn er að þau eru á afslætti núna – þannig að húrra…

Þessi póstur er unninn í samstarfi við Rúmfatalagerinn, en eins og alltaf eru vörurnar og uppsetning eftir mínu höfði!

…eins og ég hef oft haft orð á, þá er ég ekkert hrifin af alltof sterkum litum og þessi hérna Mille sængurver, þau eru pörfekt! Þau eru nánast eins og vatnslistalistaverk – hvít í grunninn en svo eru fallegir bláir, gráir og brúnir tónar í þeim…

…sængurverið er úr bómullarsatín og er því dásamlega mjúkt og gott að sofa í þeim, og þau breytast ekkert við þvott – nema hugsanlega að þau séu orðin enn mýkri. Ég hef líka komist upp með að setja þau beint á, án þess að strauja og það er alltaf mikill plús…

…mér finnst þau smellpassa þarna inn – gefa smá liti án þess að yfirgnæfa nokkuð…

…á sama tíma keypti ég Astrid-verið inn til dótturinnar og það er mjög svipað nema í bleiku…

…liturinn á veggjunum þarna inni er Kózýgrár, dekktur 50%, og því finnst mér svona ljóst sængurver með bleikum og gráum tónum koma svo vel út þarna…

…svo fallegir litir í þessu veri líka, og aftur – slepp við að strauja sem er alltaf í uppáhaldi hjá mér – að strauja er ekki góð skemmtun að mínu mati 🙂

…draumur og dásemd að mínu mati…

…rúmföt eru einmitt á 24-5% afslætti núna um helgina, þannig að mér fannst það extra fínt að deila þessu með ykkur núna!

Hér getið þið líka smellt til þess að skoða herbergi með moodboard-i sem ég gerði fyrr með blárósótta sængurverinu – smella!

Smellið hér fyrir blárósótta Mille sængurverið!
Smellið hér fyrir bleikrósótta Astrid sængurverið!

…vona að helgin verði ykkur góð, og munum að fara að öllu að gát – spritta og passa upp á að fylgja öllum reglum ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *