Fermingarborðið úr Fbl…

…en eins og þið kannski munið þá átti dóttirin að fermast í mars síðastliðinum, en sökum Covid og alls sem því fylgdi, þá frestaðist það fram í ágúst. Ég er enn ekki kominn í neinn gír fyrir þessa blessaða ágúst fermingu, er eitthvað svo sannfærð um frekara frestanir, en engu síður þá veit ég að margir eru að ferma núna í ágúst og hér koma því nánari myndir af fermingarborðinu sem ég gerði fyrir Fréttablaðið (sjá hér)

…en þetta var gert með frekar litlum fyrirvara og í raun lítilli fyrirhöfn. Hér er hvítur dúkur í grunninn, sem væri hægt að sleppa ef borðið er hvítt að lit, en dúkurinn er einfaldlega efnisrenningur frá Rúmfó. Ódýr renningur frá Rúmfó sem liggur yfir allt borðið…

…af því að þetta var myndataka þá fór ég í 17sortir og fékk þar bara köku beint úr borðinu, þannig að þetta er kaka eins og er bara hægt að ganga að hjá þeim – svo dásamlega falleg…

…kökurnar koma á svona pappaspjaldi, og mér fannst það koma vel út að setja smá svona hvítt nammi meðfram kökunni allan hringinn – felur pappann og skreytir helling…

…og það sem gerir þetta nú extra fansí er þessi dásamlegi kökutoppur frá PuhaDesign, en þau útbúa bara alveg eftir þínum óskum og hugmyndum

…það er líka hægt að láta útbúa kökutoppana hjá Puha í tengslum við áhugamálin, eins og sést hér, og nafnaspjöldin eru líka ótrúlega skemmtileg í veisluna…

…lítil kertaglös skreyta mikið, og þessi fallegu hérna eru frá Confetti Sisters

…og með þeim notaði ég fallegu glösin frá BAST í Kringlunni

…þessi gylltu bakkar eru gamlir og koma frá Rúmfó, en að skreyta svona bakka kemur alltaf sérlega fallega út…

…ég fór í Stórkaup og keypti kleinuhringi og makkarónur í fallegum litum. Síðan notaði ég bara lifandi rósir og nellikkur til þess að skreyta með, auk þess að örlítið nammi var sett með. Líka sniðugt að nota svona pappabox með til þess að ná upp smá hæð á diskana,..

…blöðrubogar gera líka alveg helling til þess gera stemmingu, smá eucalyptusgreinar eru frá svakalega fallegar með. Þessi blöðrubogi er líka frá Confetti Sisters

…háu kertastjakarnir á bakvið eru frá Rúmfó, sérlega fallegir…

…og hér sést renningurinn á borðinu, en græna Eucalyptus-lengjan er frá Confetti Sisters líka, en ég skellti bara smá vaxblómum með (alvöru blóm sem heita þessu nafni)…

…stakk líka smá greinum af vaxblómum í kökuna…

…þessi gordjös gestabók kemur frá henni Vaivu í Studíó Vast á Akureyri

…og hún skrautskrifar svo dásamlega og gerði það inn í bókina…

…auk þess sem hún skrifaði inn fyrir okkur ritningarversið hennar…

…í Studíó Vast er líka hægt að fá dásamleg kerti, en ég elska hvað þau eru stílhrein og falleg…

…af því að kertin eru svo stílhrein þá njóta skreytingar sín svo vel með þeim, en þessi rós er stytta sem hún fékk í skírnargjöf frá ömmu sinni og afa…

…ofur einfalt en bara fallegt að mínu mati…

…ég er ekkert sérstaklega mikil nammibars-aðdáandi, en mér finnst koma ansi fallega út að hafa svona eina eða tvær krukkur með nammi á borðinu. Meira til skrauts en áts samt 🙂 Þessi stærri og skeiðin kemur frá Confetti Sisters og það er rosalega flott úrval hjá þeim, auk þess sem verðið er sérstaklega flott – smella hér og sjá

Hér er líka fermingarpóstur sem þið viljið kannski skoða!

….þetta kannski hjálpar ykkur af stað sem eigið eftir að ferma, og vonandi kemur mér líka í gírinn. Njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *