Purkhús…

…og páskar eru góð blanda. Rétt eins og í fyrra, þá rakst ég á að Purkhús er með mikið af fallegum vörum fyrir páskana, og það er bara alls ekkert mikið úrval af slíku hér á landi, að mér finnst.


Sara eigandi Purkhús, bauð mér að velja nokkrar vörur, sem ég gerði – og ég fékk síðan afsláttarkóða fyrir ykkur – sem gefur 15% afslátt auk þess sem það er frí heimsending þessa dagana – snilld!

…ég elska allar þessar vörur sem eru í natur-tónum, þannig að þær séu nánast eins og týndar beint úti í náttúrunni. Auk þess eru glæru eggin sem eru með gullinu á líka sérlega falleg, algjörlega tímalaus…

…pínulitlu hreiðrin eru líka svo falleg…

…og fjaðra- og dúnblómin tók ég í hvítu, en þau fást líka í fleiri litum…

…ég sótti síðan greinar úti í garð, og skellti í flöskuna í eldhúsinu…

…og fyrst setti ég bara fjaðra- og dúnblómin, og glæru eggin með gullinu…

…elsk á þetta…

…þið sjáið bara hvað þau eru nú falleg…

…og hér bætti ég síðan við litlu gráu glerdropunum…

…glæru eggin voru í þremur stærðum, 2 stór, 2 í miðstærð, og svo nokkur sem koma svona mörg saman í kassa…

…en mér þykja einmitt gráu droparnir sérstaklega fallegir með….

…og fjaðrablómin er auðvitað hægt að setja á hvaða greinar sem er…

…það er bara að verða páskastemming í eldhúsinu…

…ég er líka með glæru eggin með hvítu fjöðrunum og þau er sérstaklega falleg…

…restar af fjaðrablómunum setti ég síðan í lítil glös…

…og lítið hreiður með…

….tók líka nokkur dúnblóm og skellti þeim í gamalt sykurkar…

Þið getið smellt á nafnið til þess að skoða þetta beint á heimasíðu Purkhús:
1. Glerdropar – glærir
2. Glerdropar – gráir
3. Gleregg með fjöðrum 9stk
4. Egg natur
5. Egg yrjótt 12 stk
6. Gleregg með fjöðrum, doppótt
7. Fjaðrablóm – 12 stk saman
8. Fjaðradúskar – 12 stk saman
9. Lítil hreiður
10. Gleregg með gullsteinum

…til þess að fá afsláttinn þá setið þið inn kóðann í lokinn, þegar þið eruð að ganga frá greiðsluupplýsingunum – þar sem stendur Kóði, þar setjið þið inn SKREYTUMHUS í einu orði til þess að fá 15% afslátt – þessi kóði verður gildur fram til 13.apríl…

…þá ætti þetta velflest að vera komið á hreint 🙂 Annars sendið þið bara spurningar inn hér fyrir neðan…

…ég held líka að þetta sé bara fyrirtak að nota tímann núna sem við erum að “sóttkvíast” heima hjá okkur, til þess að setja upp smá páskaskraut – því að það er víst öruggt að sjáldan hafa jafn margir verið með ákveðin plön um að dvelja heima um páskana!
Vona að þið hafið það sem best og munum, þetta ástand gengur yfir að lokum ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *