Að kveðja…

…eitt af því sem að ég tel vera mestu forréttindin við það að vera blómaskreytir er sú staðreynd að þú færð að taka þátt í stóru stundunum með fólki.  Bæði hamingjustundunum, og svo líka þeim sem sorgin kemur við sögu í.

Bæði sorg og gleði er órjúfanlegur hluti af lífi okkar allra, og því er það mér bæði skylt og ljúft að reyna að gera eins vel og ég get við þessi tilefni.

…þar sem ég starfa ekki sem blómaskreytir dagsdaglega þá hef ég tekið þetta að mér fyrir þá sem ég þekki og í þetta sinn var það fyrir svo dásamlega konu, sem kom inn í líf mitt fyrir 25 árum og var mér svo mjög kær ♥ ♥ ♥ …

…einn af kostunum við að vinna svona heima, er útsýnið þarna í gegnum kransinn – Molinn minn sefur rótt…

…rósirnar sýna manni að það er alltaf hægt að breyta um stefnu…

…og ég veit ekki hvers vegna hann var svona þreyttur, því hann hjálpaði mjög lítið…

…mér finnst þetta vera svo mikill heiður og forréttindi að fá að gera skreytingarnar sem fylgja fólki seinasta spölin – og ég lagði mig fram um að gera þetta í hennar anda…

…hafa smá haustfíling í blómunum með litavali…

…lítil skreyting og kerti til þess að hafa við gestabókina í erfidrykkjunni…

…og hér er krans tilbúinn en vantar svo bara borðana á…

…rósir og liljur og fallegar bleikbrúnar greinar…

…einn þrískiptur krans…

…báðir tilbúnir fyrir borða…

…aðstoðarhundurinn á vakt…

…hér sést síðan ofan á kistuskreytinguna…

Mín leið til þess að heiðra dásamlega konu sem og þakka henni allt það sem hún var okkur ♥

…ég sýndi aðeins á insta/snappinu þegar ég var að vinna blómin, og það voru ansi margir sem voru að taka skjámyndir, þannig að ég ákvað að deila þessu hingað inn líka.  Ég vildi ekki setja myndir úr kirkjunni heldur bara svona af blómunum.
Verum svo góð við hvert annað, í dag sem og aðra daga  ♥

Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.

En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Að kveðja…

  1. sveinbjörg steinþórsdóttir
    22.01.2020 at 08:26

    Dásamlegar blómaskreytingar

  2. Kristín Hafsteinsdóttir
    22.01.2020 at 08:44

    Ofboðslega fallegar blómaskreytingar. Innilegar samúðarkveðjur 💕

  3. Ragnheiður Sigurðardóttir
    22.01.2020 at 13:24

    Mikið er þetta fallegt hjá þér Soffía og reyndar allt sem þú gerir. Gaman að fylgjast með.

  4. Alda Björk Guðmundsdóttir
    28.01.2020 at 15:58

    Vá fallegt!!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *