Fegurðin…

…ef maður leitar að, þá er fegurð í öllu í kringum mann. En það þarf víst ekki að leita að fegurð þegar það kemur að blómunum, hún blasir við manni og er svo dásamleg. Það er því fátt sem veitir mér eins mikla gleði eins og að hafa falleg blóm í vasa – um daginn þegar ég var að vinna blómaskreytingarnar hérna heima (sjá hér) þá tók ég því nokkrar myndir…

…eins dásamlegar og liljurnar eru, þá á ég erfitt með ilminn af þeim (mígreni sjáið til) og þessar urðu því að fara út í bílskúr þegar þær voru í mestum blóma…

…eucalyptusgreinar eru alltaf fallegar í vasa…

…bland í vasa á eldhúsborðinu…

…og dásamlega blanda í stofunni…

…endalaus fegurð…

…þið munið kannski að speglaborðin í stofunni voru nett DIY (sjá hér), og ég skipti út stærri speglinum fyrir gamla klukkuskífu sem ég átti úti í bílskúr…

…og auðvitað eitt af mínum uppáhalds – blóm í könnu, það er bara yndislegt…

…og þessi hérna fallegi vasi, hann er frá íslenskum hönnuði – By Breidfjord – smella hér til þess að skoða á Facebook.
Annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag og endilega fáið ykkur nú falleg blóm eða greinar í vasa fyrir helgina ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *