Innlit í Rúmfó…

…um daginn fór ég og lagaði til uppstillingarbásinn hjá Rúmfó á Bíldshöfða. Ég deildi myndum af þessu inni á Insta og Snappinu og það voru svo margir að skjáskjóta myndirnar að ég ákvað að deila þeim líka hingað inn, það er alltaf ágætt að geta vísað beint hingað inn…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…ég ákvað að byrja bara á uppáhaldinu mínu, sem er þetta hérna dásamlega tjald. Það er svo mikil snilld að vera með svona í stofunni, svona til þess að krílin eigi eitthvað afdrep inni í stofunni t.d…
Smilla leiktjald

…mjúk gæra á gólfinu og kózý púðar gera þetta að ekta stað til þess að sitja og lesa og leika sér…

…mér fannst þessi hérna geymslubox alveg snilld, flott á skrifborðið – eða bara til þess að vera með inni í eldhúsi fyrir teiknidót krakkanna…
VICKLEBY geymslubox

…og fallegir púðar og smá einhyrningar gera auðvitað allt betra…

…svo er það auðvitað stofan sjálf…

…mér finnst alltaf sniðugt að blanda saman borðum, og hér er borð og svo skammel sett saman…

…blómapottur á standi er alltaf snilld til þess að fylla upp í pláss sem annars væri tómlegt, og svo er líka þarna lítið svart borð – sem er líka geymslubox.
Blómapottur á standi – hvítur
Hjalti geymslubox

…og ef hægt er, ekki setja sófana upp við vegg – að koma fyrir hillum á bakvið þá – eða borðum er snilld til þess að koma fyrir fallegum munum og gefa rýminu meira persónuleika…

…gerir líka ótrúlega mikið þessi fallegi græni litur með gráum sófanum…

…og svo má líka blanda saman ólíkum hlutum, eins og þessi fallegi loðni kollur…

Borð – Gadevang sófaborð

…og það sést líka hversu mikið mottan gerir fyrir rýmið – dregur það saman í eina heild…

….fallegir vasar og smá gull og glamúr með…

Eigið yndislegan dag!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *