Innlit í Húsgagnahöllina…

…og þar er sko hellings útsala í gangi, alveg upp í 60%. Þannig að það er vel þess virði að taka skrens þarna uppfrá og skoða…

…sérstaklega mæli ég með eldhúsdeildinni en þar eru til svo dásamleg stell, fallegir nytjahlutir og t.d. glerkrukkur…

…þessi svörtu sigti og t.d. tréáhöldin finnst mér æðisleg…

…og auðvitað trébretti í öllum stærðum og gerðum…

…Broste stellin eru alltaf svo falleg og t.d. Hessian-stellið, sem við erum búin að eiga síðan við giftum okkur 2005, er t.d. á 50% afslætti. Mjög tímalaust og farmhouse-legt að mínu mati…

…mér fannst líka pottarnir frá Eva Solo svo fallegir…

…og svo sérstaklega þessir hérna pottar – geggjaðir svona fallegir sem maður getur líka borið matinn fram í…

….þið getið líka smella HÉRNA til þess að skoða úrvalið af smávörunni á netinu…

…svartir kertastjakar eru nýtt æði hjá mér og þessir hérna eru sérlega fallegir…

…svo fallegir svona mattir og mismunandi á hæð…

…þessir eru reyndar svona svart/silfur, en svo fallegir…

…en þessir eru alveg uppáhalds…

…svo gaman að nota svona fallega spegla saman í grúbbur – og bleiki liturinn minnir á að vorið kemur – svona einhvern tímann alla veganna…

…þessar körfur myndu sóma sér vel inni í svefnherbergi, æðislegar…

…það er líka alltaf hægt að fá hugmyndir að uppröðun og útstillingum í höllinni, eins og hérna hvítt með hvítu – þetta kemur svo töff út. Mismunandi áferðir og lögun gerir þetta svo áhugavert…

…og smá gyllt með hlýjar þetta allt upp…

…ást mín á púðum brennur heitt í höllinni…

…og ef við horfum á þessa flottu útstillingu…

…þá verð ég að viðurkenna að ég er enn að hugsa um þessa hérna – svo ferlega flottir…

…talandi um töff – halló handsome….

…og svo má líka benda á að það eru ferlega flottar jólavörur á útsölunni sem kosta núna bara 1000kr…

…svo eru sófar sem eru hreinn draumur, þannig að ef þið eruð í svoleiðis hugleiðingum, þá er um að gera að kíkja á þá…

…vona að þið eigið yndislegan dag! 

Hér er hægt að smella og skoða útsölubækling!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Innlit í Húsgagnahöllina…

  1. Gestína
    15.01.2020 at 09:34

    Þessi póstur kallar nú bara á heimsókn í Höllina 😊

  2. Helga Sig
    16.01.2020 at 08:05

    Þú gerir bara allt fallegt 😘

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *