Jólakvöld í Húsgagnahöllinni…

…er haldið í kvöld, miðvikudaginn 6.nóv á milli kl 19-22.
Þessi kvöld hafa verið mjög vinsæl, enda eru höllin komin í jólabúning og við vitum öll hversu fallega skreytt hún er alltaf. Það er svo mikill innblástur að taka göngutúr þarna og dáðst að uppstillingunum. Í kvöld verður 25% afsláttur af allri smávöru, og jólavaran – það er sko eitthvað til þess að dáðst að!

Ég fékk nokkrar vörur með mér heim, að eigin vali, og þessi póstur er því unninn í samstarfi við Húsgagnahöllina
Þess ber að geta að ég ætla gera innlit í Höllina í dag, bæði á Snapchat og Instagram…

Einn af mínum uppáhalds hlutum er trébakkinn, en hann er geggjaður – svo rustic og flottur…

…ég á við ákveðið húsa/trjáa og stjörnublæti þegar það kemur að jólum, og það er ekkert að breytast. Það er svo mikið af fallegum jólatrjám, í alls konar litum, stærðum og áferðum – alveg eins og ég elska…

…mér finnst líka svo gaman að leika svona með mismunandi áferðir, hvítur með glans, mattur svartur og silfur keramik hús með smá glimmer…

…stjörnur eru æðislegar, og þessar voru í nokkrum stærðum…

…ég setti smá gervi eucalyptusgrein og fjöður með, fest með velúrborða…

…talandi um ást á trjám, þá finnst mér þetta dááááásamlegt…

…ég elska að það er smá snjór á því, og sjáið svo mosakúluna sem það stendur í! Var ég búin að segja að ég elska líka mosa, og köngla og…

…hreindýrin eru líka æði – fengust líka í gylltu, bara falleg…

…það fyndna er að ég var einmitt búin að vera að skoða svipuð inni á Pottery Barn…

…það eina sem ég er að sýna ykkur sem er ekki frá Húsgagnahöllinni er þessi staki stjaki sem stendur þarna fremst, en hann smellpassaði einmitt við þriggja kertastjakann sem mér fannst svo flottur. Hann er þungur og massífur, en svo einfaldur og töff…

…prufaði að skella minni stjörnu þarna á bakvið…

…og minna hreindýrinu með…

…og þetta er ég alveg að fíla í botn, þennan rustic kántrí fíling á þessu. Einfaldleikinn og náttúruelementinn…

…mér finnst tölustafirnir líka alveg þvílíkt flottir…

…þetta smellur eins og flís við rass, ætli ég verði minimalísk um jólin? Nahhhhh….ætli það 🙂

…ákvað líka að mynda sér fyrir ykkur húsin, svona svo þið sjáið þau betur….

…en þau eru svona massíf, eins og steypt áferð á þeim – mjög töff. Svo eru trén svona úr gleri og því geggjað að setja t.d. seríu inn í þau…

…það er nú bara gaman að leika sér að raða þessu öllu upp…

…og svo að setja smá seríu með, það gerir manni kleyft að hafa ljós logandi stöðugt inni í húsunum…

….sem gerir þetta einstaklega ævintýralegt að kvöldi…

Þið getið smellt hér! til þess að skrá ykkur á viðburðinn. Hér er lýsing á kvöldinu:

Verið hjartanlega velkomin á hið árlega jólakvöld Húsgagnahallarinnar. Við tökum vel á móti þér með ljúfum tónum.
Jón Jónsson og Friðrik Dór, léttir drykkir og veitingar; jólakonfekt frá Nóa Síríus, jóladrykkir frá Ölgerðinni og Vínvinum, ostar frá MS og ristaðar jólamöndlur. Einnig ætlum við að bjóða 25% afslátt af öllum jóla- og smávörum m.a. frá Nordal, iittala, Lene Bjerre, Kay Bojesen, Eva Solo, Broste, Bodum, Dialma Brown, EightMood og Rosendahl.

100 fyrstu sem versla fyrir 2.000 kr eða meira þetta kvöld fá glæsilega gjöf frá okkur.
Njóttu notalegrar kvöldstundar með okkur, við hlökkum til að sjá þig.

Mæli með að kíkja í Húsgagnahöllina á Bíldshöfða í kvöld, og samskonar kvöld verður síðan haldið á Akureyri á föstudag!
Eins ætla ég að gera innlit í Höllina í dag, bæði á Snapchat og Instagram

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *