Fáðu innblástur…

…í vikunni kom út nýr bæklingur frá Rúmfó sem heitir “Fáðu innblástur”. Mjög flottur bæklingur sem sýnir svo mikið af fallegu haustvörunum sem eru komnar í hús. Þið getið smellt hér til þess að skoða hann á netinu:

Image may contain: people sitting
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…þar að auki var ég að setja upp svefnpláss núna um daginn og langaði að deila með ykkur myndunum. Það var nýbúið að mála veggina, en starfsmaður Rúmfó fékk þá snilldarhugmynd að taka púða og litgreina hann og snillingarnar í Slippfélaginu blönduðu svo litinn. Í litakortinu mínu var fyrir mjög fallegur fölbleikur litur sem heitir Lekker, og þessi er í sömu fjölskyldu en bara nokkrum tónum dekkri. Það var því ákveðið að bjóða nýja litinn velkominn í SkreytumHús-litakortið mitt, og ég gaf honum hið fallega nafn Haustrós. Lýsir honum bara vel, hann er svona fallega rustic bleikur, ekta inn í haustið…

…þannig að þá er bara að sýna ykkur flottu vörurnar frá Rúmfó, umkringdar Haustrósinni á veggjum…

…svörtu skáparnir sem ég notaði hérna eru úr Virum-línunni. Mér þykir þeir æðislegir, svo eru líka fleiri vörur til í stíl…

… þessi litli sófi er líka alveg snilld, svo fyrirferða lítill og flottur…

…á vegginn fór hringspegillinn, en hann er einmitt kominn núna í gylltu…

…og við festum einfaldlega skrúfur á vegginn og þar á hengdi ég síðan dásemdar hitaplattana

…á rúmið fór síðan uppáhaldsrúmfötin mín, Moss, en þau er í alvöru bara svo mjúk og kózý. Ég held að ég sé búin að vera með okkar á rúminu núna nánast í 2 ár – en að sjálfsögðu alltaf þvegin reglulega 🙂

hái Virum skápurinn

lági Virum skenkurinn

…annað sem ég er líka sérstaklega skotin í er Virum fatasláin. Hún er geggjuð og snilld að nota hana síðan svona til þess að hengja rúmteppið á…

…líka snjallt í litlar forstofur og slíkt…

….litlu vegghillurnar eru líka að koma sérlega vel út…

…svo fannst mér æði að skella bara einum Darup skammeli til þess að fá smá svona af myntugræna litinum þarna inn, sem ég endurtók síðan í nokkrum öðrum smáhlutum…

Virum bekkurinn við enda rúmsins með smá gæruskinni á, klassík bara…

…það er komið mjög mikið af fallegum gerviblómum, og þessi hérna finnst mér sérlega skemmtileg…

…og vasarnir eru líka mjög fallegir…

…yfir rúmið skellti ég síðan DeLuxe rúmteppinu, en það er ofsalega fallegt velúrteppi, sem fæst í tveimur litum…

…dásemd…

…tónar vel með Haustrósarlitinum á veggjunum…

….þá er svona flest upptalið. Bendi ykkur á í leiðinni að það er 20% afsláttur af öllum húsgögnum í Rúmfó yfir helgina, sem er snilld – og þar sem að Haustrós er nýr litur í SkreytumHús-litakortinu mínu, þá getið þið nælt ykkur í fría prufu af honum í næstu Slippfélagsverslun – auk þess að fá afslátt þegar þið verslið þar með því að nefna SkreytumHús!
Annars segi ég bara njótið helgarinnar elsku bestu ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Fáðu innblástur…

  1. Sigríður S Gunnlaugsdóttir
    05.10.2019 at 08:47

    Dásamlega fallegt svefnherbergi,þessi virum lína er æði. Ég er búin að kaupa skenkinn en ætla að kaupa bekkinn,og hafa hann í forstofunni, búin að leita lengi að svoleiðis dæmi.Takk fyrir þessar fallegu myndir Soffía allt svo huggó sem þú gerir😍Gaman að skoða þetta með kaffibollanum☕️

  2. Birgitta Guðjónsd
    05.10.2019 at 20:02

    Snilld og aftur snilld……þessi litur er dásamlegur…..alltaf svo gaman að fara með þér á búðarráp þú ert svo dugleg að finna það fallega.Takk fyrir að bjóða mér með….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *