Bleikt og bjútífúl…

…haustið er komið, og líka fullt af fallegum vörum fyrir haustið í Rúmfó. Ég fór og setti upp nokkur svæði á Smáratorgi og á Bíldshöfða og langaði að fá að deila með ykkur. Hér er svæðið fyrir…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…og bara ansi hreint mikil breyting yfir í eftir, ekki satt!

…eins og þið sjáið, þá var ég í ansi hreint bleiku skapi, en þessi motta sko. Myndirnar á netinu sýndu hana sem mikið bleikari, en þegar maður sér hana svona í “alvöru” þá er hún hinn fullkomni mjúki bleiki tónn. Svona smellpassar með gammelbleikum púðum og því. Ég var súper skotin…

…og skenkurinn er svo töff, hann er svona duftlakkaður málmskápur, og bara svo töff. Sé hann líka fyrir mér t.d. bara í forstofu. Setja flottar körfur undir hann fyrir skó eða húfur og svona, eða bara hjálma, og svo er fullt geymslupláss innan í líka…

…og hversu fallegt er að setja svona þrjá ólíka bleika vasa saman, bara dásemd…

…allt þetta velúr er alveg að gera góða hluti fyrir mig, yndislega hlýr og fallegur tónn inn í haustið. Ásamt smá gulli, auðvitað…

…þessar dásemdar gervigreinar sem þarna fást seldust því miður upp í gær, en koma aftur, sem betur fer – þær eru æðislegar…

…marglyttukrúttin…

…ég setti saman lista yfir það helsta sem ég notaði hérna – athugið að allt feitletrað eru beinir hlekkur á vöruna hjá Rúmfatalagerinum, þannig að þið sjáið allt um verðið og aðrar upplýsingar þar:

…og svo setti ég svo kózý rúmföt á rúmið, ásamt fallegu rúmteppi og púðum. Bara kózý…

…þetta eru tveir eins púðar sem eru þarna á rúminu, nema hvað að annar snýr “rétt” en hinn “öfugt”…

…kemur svo fallega út að vera með 2-3 saman…

…það voru líka að koma alls konar fallegir kollar og skemmlar, þessi finnst mér æði. Padborg kollur..

…svo ekki sé minnst á þennan hérna skammel – hann er svo flottur – Neble skammel. Sérstaklega hér á mottunni með þessum geggjaða stól…

…svo er það glerskápurinn sem sést í þarna á bakvið – hann er ææææðis. Nordby glerskápur

…og talandi um að falla fyrir bleiku – þessi hérna velúrklæddiklappstóll, þvílíka bjútí-ið ♥

Vig klappstóll í bleiku velúri

…svo eru líka svefnherbergisdagar (smella hér fyrir bækling) í gangi og því er ekki úr vegi að sýna ykkur smá mini-meikóver sem ég gerði með vinkonu minni í hennar svefnherbergi. En ég á eftir að taka betri myndir við tækifæri.

Við fórum í Rúmfó og keyptu gardínur og svo rúmteppi og gæru á bekkinn við rúmsendann. Þvílík breyting sem var!

…fyrir og eftir…

…ég sá líka að eftirlætis rúmfötin mín eru á 25% afslætti núna, en Moss eru búin að vera á rúminu okkar næstum því stöðugt í held ég 2 ár. Haldast alltaf eins, þvott eftir þvott, og alveg dásamleg mjúk og falleg. Fá mín bestu meðmæli.
Moss sængurver – smella

…vona að þetta komi einhverjum að gagni, nú eða sé í það minnsta til gamans! Eigðu yndislega helgi og takk fyrir að kíkja við ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *