Fallegt í höllinni…

…ég rak augun í nýja bæklinginn sem var að koma úr frá Húsgagnahöllinni, og langaði ferlega að sýna ykkur það sem mér leist sérstaklega vel á.
Að gefnu tilefni þá er Húsgagnahöllin með auglýsingu á síðunni hjá mér, en þessi póstur er ekki kostaður og unninn að eigin frumkvæði

Michigan borðstofuborðið er reyndar ekki í þeim stíl sem ég myndi kaupa mér, en vá hvað ég er hrifin af því hvað er hægt að stækka það. Alveg upp í 361cm – geggjað! Kemur líka í þremur mismunandi viðartegundum, hnotu – ask og kirsuberjum – smella hér til að skoða

…þessi hérna borðstofa finnst mér æði! Allt við hana. Borðið með dökkum fótum og grárri keramik-plötu og stækkanlegt upp í 3m. Svo þessir fallegu stólar, með stungnu baki í dökkgrænu – þeir eru dásemd. Svo draga vasarnir fram græna litinn líka.
Borð – Passo, smella hér.

…flott hringborð og svo töff hvernig það “breytist” í blóm þegar það er verið að stækka það 🙂

…ó þessi skápur, svo dásamlega fallegur. Líka til svartur!
Couvin – skápur.

…ég er greinilega að detta í borðstofustólafíling, því að þessi hérna – hann var líka dásamlegur flottur. Líka til í brúnu og svörtu.
York – borðstofustóll.

…ég er ekki mikil leðursófakona, en þessi hérna finnst mér ferlega flottur. Það er líka svo fallegt að vera með þessa brúnu tóna á móti gráum veggjum, gefur svo mikinn hlýleika.
Scott – hornsófi

…ok, ekkert grín í gangi, en þetta er hugsanlega fallegasti svefnsófi sem ég hef séð! Elsk´á hann!
Casperia – svefnsófi, líka til í gráu

…sófaborð og hliðarborð úr svona brassi eða stáli, ótrúlega skemmtilegt að fá smá svona bling inn í rýmin!
Loiret – sófaborð

…ég er alveg að fíla þetta hérna borð, það er alveg ferlega töff.
Dialma Brown – sófaborð

…ég er sjúk í þessa borðstofustóla.
Svo fallegir, mjúkir og kózý – bara já takk!
Lola- borðstofustóll

Til þess að skoða allan bæklingin á netinu – smellið hér!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *