Sitt lítið frá júlí…

…svona rétt áður en ágúst líður undir lok 🙂

…en ég átti myndir frá sumarkvöldi, þar sem við grilluðum úti og vorum með kartöflur og ferskt salt. Súper einfalt en svo gott…

…diskarnir og skálarnar eru frá Rúmfó, síðan fyrir um tveimur árum, en mér þykir þetta alltaf jafn fallegt…

…það er líka bara svo gaman að vera með svona svart og hvítt, mismunandi mynstrað, á móti þessu fallega bleika lit sem er á diskamottunum…

…einfaldleikinn allsráðandi…

…hérna sést líka glitta í tréplatta, en ég nota svoleiðis líka mikið þegar ég legg á borð. Bæði til þess að brjóta upp með og bara sem hitaplatta…

…ferskt sumarsalat, kál – gúrka – mangó – jarðarber…

…það sést hérna að diskarnir og skálarnar eru hvert með sínu mynstri…

….glösin fengust í Rekstrarvörum fyrir jólin…

…það sést ágætlega á þessari mynd að hortensíurnar eru byrjaðar að þurrkast þarna…

…þarna sést ágætlega hvað borðið okkar er stórt, við erum 6 að fara að borða þarna og það er bara hálftómt…

…þessar diskamottur eru reyndar líka frá Rúmfó, eru úr svona stömu plastefni – haldast alveg kyrrar og maður þurrkar bara af þeim eftir þörfum…

…mmmmm – ég verð hálfsvöng bara…

…njótið dagsins elsku bestu ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *