Um páska…

…sem liðnir eru og voru, þrátt fyrir undarlegheitin, bara notalegir. Söknuður eftir fólkinu okkar, sem við gátum/máttum ekki hitta. En maður horfir bara á stóru myndina – við erum öll í sama bátinum! En rifjum þetta upp í myndum og máli…

…ég er ekki mikill aðdáandi páskagreinanna, þannig að ég fékk mér dásamlegar kirsuberjagreinar og þær eru farnar að blómstra – dásemd!

…þessi tvö fundu loks páskaeggin sín, en Moli greyjið fékk ekki egg…

…hugsa sér hvað tíminn líður hratt, bara 7 ár síðan…

…og allt í einu hálffullorðið fólk bara…

…ég fékk mér litlar páskaliljur í potti, og mér finnst skemmtilegast að skipta þeim upp. Hérna nota ég bara litla kertastjaka fyrir laukana…

…en hinir fóru síðan í hreiður í skreytingu á matarborðið…

…en það var í raun bara mjög einfalt í ár, með fallegu diskamottunum frá Húsgagnahöllinni í forgrunni…

…og dásamlega uppáhaldsbakkanum mínum, vá mig var búið að langa svo lengi í hann – og ég elska að skreyta hann og stilla upp á (fæst t.d. í Salt í Kringlunni)…

…eins finnst mér svo fallegt að nota gulllaufin frá Rúmfó á borðið, bæði sem punt og sem nytjahlut (fyrir heitt)…

…kemur bara svo fallega út…

…óvenju fámennt borðhald þessa páskana…

…en ég skellti mér samt auðvitað í páskakjól, það dugar ekkert annað…

…síður kjóll, leggings til þæginda og auðvitað gullskór…

…fyrir matinn…

…og með mat – eins og sést þá er nóg pláss á þessu borði…

…sumir blómstra í samkomubanni og því að hafa allt fólkið sitt alltaf heima…

…en ég vona svo sannarlega að páskarnir ykkar hafi verið notalegir og ljúfir. Risaknúsar til ykkar allra! ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Um páska…

  1. 14.04.2020 at 20:08

    Ô hvar væri ég án þín! ❤️

    Alltaf gaman að kíkja við

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *