Bókabúðin á Flateyri…

…staður sem ég mæli svo sannarlega með að sækja heim. Þetta er í senn bókabúð og safn.

Bókabúðin á Flateyri á Hafnarstræti 3-5 er 100 ára í dag. Fyrir réttum 100 árum  fékk verslunin bræðurnir Eyjólfsson versunarleyfi. Verslun hófst reyndar 1914 undir nafni Jens Eyjólfssonar.  Jens flutti til Siglufjarðar og bróðir hans Jón tók þá við sem verslunarstjóri. Jón og þriðji bróðirinn Kristján stofnuðu  verslunina bræðurnir Eyjólfsson.  1921 varð Jón Eyjólfsson svo einn eigandi og rak verslunina til dauðadags 1950. Guðrún, ekkja hans rak svo verslunina til 1983. Börn þeirra héldu svo rekstrinum áfram til 2000. Minjasjóður Önundarfjarðar eignaðist húsið og á það enn. Frá 2014 hefur Eyþór Jóvinsson rekið verslunina, en hann er barnabarnabarn Jóns Eyjólfssonar.  Verslunin hefur alla tíð verið í sama húsnæðinu að Hafnargötu sem reist var 1898. Herbergjaskipan hússins er að mestu óbreytt frá þeim tíma er það var byggt og innréttingar í versluninni eru upprunalegar að stórum hluta.

Texti fengin frá BB.is – smella hér!

…það er svo gaman að því hvernig búðin hefur verið sett upp, og hægt er að skoða í hillum bókhald búðarinnar alveg frá 1914…

…barnabarnabarn Jóns og Guðrúnar stendur vaktina, algjörlega dressaður í stíl við búðina og anda hennar…

…í bókabúðinni er hægt að kaupa nýjar bækur, en mest er þó af eldri bókum og hægt er að versla þær eftir vigt…

…innaf má sjá skrifstofuna…

…við hlið búðarinnar er síðan heimili kaupmannshjónanna, en þau stofunuðu heimilið 1915 og bjuggu þar til dánardags. Hann hét Jón Eyjólfsson og hún Guðrún Arinbjarnardóttir. Jón lést 1950 og Guðrún 1983, og hefur heimilið staðið óbreytt síðan hún féll frá…

…ótrúlega merkilegt að stíga svona aftur í tímann…

…eldhúsið…

…allir klassíkerarnir, vöflujárnið og álboxin góðu…

…kókflaskan og hrærivélin…

…verst að hljóð heyrist ekki, en á meðan maður gekk um var gamla gufan í gangi í bakgrunni – setti alveg rétta andrúmsloftið…

…svo gaman að skoða söguna svona ljóslifandi…

…eftir að skoða íbúðina fórum við aftur yfir í bókabúðina…

…ég fann gamla biblíu og þegar ég opnaði hana þá blasti þetta við…

…klassískar leiðbeiningar…

…nú í bókabúðinni eru gömlu bækurnar seldar eftir vigt og við urðum að sjálfsögðu að versla smá. Þetta þótti mínum manni sko ekki leiðinlegt…

…það voru miklar pælingar og spekuleringar…

…þarf að vera akkurat sko…

…fá smá hjálp…

…tókst að lokum!

…ef þið kíkið á vestfirðina, þá er þetta sko alveg stopp sem óhætt er að mæla með!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *