Um daginn í Blómaval…

…var haldin skemmtileg vorhátíð, sem ég fékk tækifæri til þess að vera hluti af.
Hér koma því nokkrar myndir sem ég tók við það tækifæri…
…ég var á staðnum til skrafs og ráðagerða…
…og það sem mig langaði að leggja áherslu á voru afskorin blóm…
…eins og afskornar hýasintur, sem eru auðvitað laukblóm…
…hortensíurnar eru reyndar pottablóm, en svo fallegar…
…er líka alltaf svo hrifin af svona greinabúntum…
…túlípanar, og hérna er ég að nota kertalukt sem vasa…
…afskornar sírenugreinar…
…bouquet rósir, þá eru margir knúbbar á einum stilk…
…nellikkurnar…
…lysianthus blóm…
…vaxblómin, þau er æðisleg – og ef þið strjúkið greinarnar þá kemur dásamleg lykt…
…brúðarkollan, eða ornithogalum arabicum, dásamlegt blóm…
…opnast með fullt af litlum knúbbum…
…safariblómið prótea…
…og aspidistrublað, sem kemur fallega út þegar maður er að kaupa bara 2-3 blómstilka… …eins og þið sjáið hérna vinstra megin…
…fannst líka æðislegir þessir blómastandar, held að það væri flott að vera með tvo svona saman, og snúa öðrum – þannig að pottarnir væri í tveimur mismunandi hæðum…
…flottir flísabakkar…
…æðislegur vasi…
…og undirrituð og einkasonur sem kíkti í smá heimsókn!
Knús á ykkur ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Um daginn í Blómaval…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    03.07.2018 at 01:24

    Svakalega flott blóm. Ég er alltaf svo veik fyrir fallegum blómum og hef verið það hreinlega frá byrjun lífs míns eða a.m.k. þegar ég fékk vit á þessari fegurð sem er í blómunum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *